Fyrsta flokks aðstæður fyrir umhverfisvænt sjókvíeldi á laxi

Útflutningstekjur fiskeldis árið 2019 hafa aldrei verið meiri eða í kringum 25 milljarða króna. Tæplega 27 þúsund tonnum af laxi var slátrað á Bíldudal á Vestfjörðum og hjá Búlandstindi á Djúpavogi á sunnanverðum Austfjörðum.

Mynd: radarinn.is

Skattspor laxeldisins á þeim svæðum sem áður töldust brothættar byggðir er líklega ekki undir 1,5 milljarði og jafnvel hærra.

Fasteignir fólks sem áður seldust á hrakvirði ef þær þá seldust eru að seljast á raunvirði og ljóst að nú þegar hefur laxeldið gjörbreytt lífsgæðum og verðmætum fjölskyldna á þeim svæðum þar sem laxeldi er leyft.

Þó reglur um laxeldi séu hvergi strangari en á Íslandi þar sem laxeldi er einungis leyft í fáeinum fjörðum landsins, þá er ljóst að hér eru fyrsta flokks aðstæður til laxeldis. Það er nú þegar að skila góðum tekjum með mjög jákvæðum áhrifum fyrir hundruði fjölskyldna og fyrirtækja.

Myndin sýnir góða stöðu villtra laxastofna í Noregi. Stofninn hefur verið stöðugur á tímabilinu 1980 – 2018. Á þessu tímabili hefur norskt fiskeldi vaxið frá u.þ.b. 100.000 tonnum í 1,5 milljón tonn. Ekki er orsakasamband á milli vaxtar laxastofnsins og laxeldis. Þar sem staða laxa í ám er óvenju lág, liggur fyrir ný rannsókn sem staðfestir að sjókvíeldi á laxi er ekki áhrifavaldur í þeirri þróun.

Síðast en ekki síst er nútíma laxeldi einhver umhverfisvænasta starfsemi sem fyrir finnst með afar lágt kolefnisspor. Þrír íslenskir eldislaxar veiddust í laxveiðiám í sumar sem staðfestir að áróður eigenda laxveiðiáa hér á landi um miklar sleppingar úr sjókvíeldi og neikvæð áhrif þess á villta laxastofna stenst enga skoðun.