Sverre Søraa, forstjóri Coast Seafood skrifar.
Sverre Søraa segir svokallað umferðarljósakerfi í laxeldi Noregs ekki tilbúið til innleiðingar. Grænt ljós leyfir vöxt. Gult ljós minnkar framleiðslu. Rautt ljós stöðvar framleiðslu.
Í NALO skýrslunni frá 2019 er ekkert samband milli framleiðslu, lúsalirfa og umferðarljósa. Hvað gerist á tveimur árum? Munum við geta skráð áhrifin af 6% minnkun framleiðslu? Eru núverandi aðferðir nógu nákvæmar? Eða hættum við á röð minnkandi framleiðslu sem færir ræktun á vesturlandi Noregs langt aftur í tímann?
Árið 2011 voru NINA og NOFIMA fengin til að kanna hvort ræktun væri aðal ástæða minnkunar á villtum laxastofnum. NOFIMA komst að þeirri niðurstöðu að það eru ekki raunin „skráfest tilvik sem staðfesta að laxalús sé aðal ástæða breytinga á stofnastærð” (van Nes o.fl., 2011). NINA komst að þeirri niðurstöðu að ekki finnist rökstuðningur fyrir því í vísindarannsóknum að “áhrif laxaeldis geti ekki verið ástæða þess að laxastofninn eigi í vanda á svæðum þar sem ræktun er mikil” (Hindar, 2011). Sama niðurstaða, en gagnstæð sjónarmið!
Áður en umferðarljósakerfið verður sett í gang, höfum við fengið svar við spurningunni? Svarið að okkar mati er ennþá nei.
Þetta haust hefur vinnuhópur sem tengist KLAFF (fjarmælinga rannsóknir í Nordfjord) rannsakað þær staðreyndir sem standa að baki stofnunar umferðarljósakerfisins. Niðurstöður átta fjarmælingarannsókna voru gefnar út í PO4, og sendar til stýrihópsins og sérfræðingahópsins 18. október. Ennfremur hefur verið gefin úr stefnumótunni sem send hefur verið til Iðnaðar- og Fiskstjórnunarráðuneytisins, sem og til stjórnmálamanna í bæjarfélögum og landspólitík. Síðustu vikur hafa þrjár greinar verið birtar á iLaks um eftirlit á áhrif lúsa gagnvart villtum fiski alveg frá reglugerðum um virkjanir til umhverfis í ferskvatni.
Nú er tímabært að skoða niðurstöðurnar:
Villtur lax: Ástand stofnsins
Mynd 1: Reiknaður fjöldi laxa sem koma árlega inn að Noregsströndum og hvernig laxaganga dreifist milli sjófisks, árfisks og hrognaástands (fjöldi fiska sem er ennþá í sjó og ám eftir veiði) á tímabilinu 1983-2018. Tölurnar eru frá módeli um laxagöngu til Noregs, með miðgildum til að skýra línuritið.
Heimild: Staða norska laxastofnsins 2019 – Vitenskaplig råd for lakseforvaltning (Vísindaleg ráðgjöf fyrir laxastjórnun).
Myndin sýnir að það er engin kreppa í gangi fyrir villtan lax í Noregi. Stofninn hefur verið stöðugur á tímabilinu 1980 – 2018. Á þessu tímabili hefur norskt fiskeldi vaxið frá u.þ.b. 100.000 tonnum í 1,5 milljón tonn. Við sjáum ekki orsakasamband á milli vaxtar laxastofnsins og meintrar kreppu hins villta lax. Ef staða lax í ám er óvenju lág, þá hefur það ekki gerst vegn laxeldis.
Stangveiðimenn vilja meiri villtan lax í ám, og ástandið var mun betra í kringum 1970. Hvað orsakaði minnkun stofna í þá stöðu sem við höfum séð síðustu 35 árin? Ástæðurnar eru fjölmargar: Tana (ofveiði í langan tíma), Vefsna (roðflyðrusníkill), Rauma (roðflyðrusníkill), Lærdal (roðflyðrusníkill/ reglugerð), Vosso (reglugerð), Suldalslågen (reglugerð). Allar þessar ár eru höfuðvatnaleiðir fyrir laxaframleiðslu í Noregi. Þar að auki bætist við reglugerð í fjölda minni vatnaleiða. Skoðaðu yfirlit yfir Sognefjorð á iLaks í þessari viku – 80% af villtum laxi í Sogn kemur frá reglubundnum ám. Sambærilegt ástand er í Hardangerfirði.
Gagnanotkun við fyrri umferðarlýsingu
Síðast þegar umferðarljósakerfi var sett á árið 2017 voru notuð sniðmátsgögn yfir göngur ungra laxa. Í PO4 hafa laxabændur í samvinnu við landeigendur og stjórnsýsluna skjalfest göngu unglaxa í mikilvægustu vatnaleiðum fyrir lax (40% unglax). Þetta eru mikilvæg gögn þegar reiknuð eru áhrif lúsa á villtan lax. Við vitum enn ekki að hversu miklu leyti tekið er tillit til þessa í ársreikningum þar sem skýrslurnar eru leyndar, og það er til staðar einhver meðvirkni með iðnaðinum. Gagnsæi með möguleikum til þátttöku áður en niðurstöður eru lagðar á borðið, yrðu til að minnka átök og bæta útkomu (Bjørkan o.fl. 2019).
Vöktun laxalúsa – NALO togveiðar og áhrif lúsa
Á vinnuhópafundi sérfræðihópsins þann 14. maí í fyrra var góðum tíma varið í þetta málefni. Bilið milli ólíkra samfélaga var mikið þegar kemur að niðurstöðum og nálgun. Leiðin til samstöðu virðist löng. Því mikilvæga máli var lofað að endurskoða viðmiðunarmörk þegar kemur að áhrifum laxalúsar á sérhvern fisk. Í dag hafa gögn frá eldri tilraunum lítið verið notuð um deiluefnin. Þessi breyta er nauðsynleg til að geta tekið afstöðu um hvort að skaði frá laxalús finnist í unglaxi, og er tákn um stærstu óvissuna þegar kemur að módelum og ákvörðunum um ráðstafanir. Við höfum engar upplýsingar um hvort að þetta hafi verið gert, aftur vegna þess að rannsóknarvinnunni er haldið þétt að brjósti með fáum fundum sem einungis eru til upplýsingagjafar.
Við fundarlok var upplýst að það verður ekkert sjálfstætt mat framkvæmt á grunni umferðarljósakerfisins fyrr en í fyrsta lagi árið 2021. Flestar skýrslurnar sem styðja umferðarljósakerfið hafa ekki verið faglega metnar. Þetta var tekið fyrir í sambandi við 2017 skýrslu stýrihópsins og því var lofað að þessu skyldi fylgt eftir. Í ár þarf stýrihópurinn/ sérfræðingahópurinn að treysta á gæðatryggingaraðferðir sérhvers aðila rannsóknarvinnunnar. Bent var á þetta sem alvarlegt atriði af nokkrum fulltrúum iðnaðarins. Í samhengi við niðurstöðurnar um umferðarljósakerfið, verður þetta notað sem rök til að fresta því að ljósareglurnar taki gildi. Það er mikilvægt fyrir bændur að fylgja þessu eftir.
Að mínu mati er ekki góður grunnur fyrir umferðarljósakerfinu. Módelin eru jafn óráðin og áður, og tilmælin munu byggja á sömu óvissu og fyrr.
Hvað með aðra hluti sem hafa áhrif á ástandið fyrir villtan lax?
Ég hef í þremur greinum, meðal annars um orkureglur sýnt að aðrir þættir hafa áhrif á ástandið fyrir villtan lax, á enn beinni og mælanlegri hatt en fiskeldisiðnaðurinn. Áður en umferðarljósakerfið tekur gildi erum við í stöðu þar sem óvissan um mælingu á áhrifum laxalúsar er mikil, og að faglegi grunnurinn fyrir reglugerðinni er ekki unninn af óháðum rannsóknaraðilum. Fiskræktendur eiga á hættu að þurfa að taka á sig auknar byrgðar ef ekki eru teknar ákvarðanir varðandi aðra þættir kringum laxastofnana og þeim fylgt eftir. Það vantar greinilega heildræna nálgun á stöðu laxins.
Að lokum
Árið 2011 gat engin af þeim ráðandi rannsóknarstofnunum sem báru ábyrgð á laxi greint aðstæður sem benda á að laxeldi hafi slæm áhrif á stofn villtra laxa. Áður en umferðarljósakerfið tekur gildi þurfum við endurskoðun til að skapa ró og skilning fyrir þessa reglugerð. Við þurfum staðfestar aðferðir með samstöðu um að þetta sé það besta sem við höfum og að það sé þetta sem þarf að þróa frekar með “þekkingarstjórnun” (Bjørkan o.fl 2019).
Við þurfum ekki að flýta okkur inn í reglugerð með óvissu í forsendunum. Sjá fyrir neðan:
Mynd 2: Þróun á gengi lax frá hafi til Suður-Noregs (frá Østfold til og með Rogalandi), Vestur-Noregi (Hordaland, Sogn, og Fjordane), Mið-Noregi (frá Stad til Vesterålen að landamærunum við Rússland) frá 1989 til 2018, sem prósent af 1989 gildunum. Gögnin eru frá færanlegu fimm ára meðaltali, þannig að fyrsta gildið (1991) er meðaltal frá árunum 1989-93, og síðasta gildið (2016) er meðaltalið frá árunum 2013-2018. Laxagangan er gefin fyrir alla stærðarhópa af laksi til samans.
Heimildir: Staða norska laxastofnsins 2019 – Vitenskaplig råd for lakseforvaltning (Vísindaleg ráðgjöf fyrir laxastjórnun).
Í ræktunarstöðvum fiskeldisiðnaðarins í Vestur-Noregi, voru skil á villtum laxi meira en tvöfalt meiri en í nokkrum af bestu vaxtarárum fiskeldisiðnaðarins frá 2005-2015; sjá rauða linu í myndinni.
Fresta skal umferðarljósakerfinu þar til grundvöllurinn hefur verið nægilega rannsakaður. Þeir stjórnmálamenn sem hafa selt sig fyrirfram í þessu máli þurfa að þola gagnrýni. Það er miklu mikilvægara að umferðarljósakerfinu verði komið á flot í lygnu vatni.
Heimildir: van Nes, S., Johansen, L.-H., Gjerde, B., Skugor, S., & Ødegård, J. (2011). Evaluering av faktagrunnlaget om påvirkning mellom oppdretts- og villaks: Lakselus.
Hindar, K. (2011). Evaluering av faktagrunnlaget om påvirkning fra oppdrettslaks på villaks: Lakselus og genetikk.
Bjørkan, M., & Hauge, K.H. (2019). Kunnskapsbasert forvaltning og dilemmaer knyttet til usikkerhet. I H. Ingierd, I. Bay-Larsen & K. Hiis Hauge (Red.), Interessekonflikter i forskning (s. 107–129). Oslo: Cappelen Damm Akademisk.
Holst, J. C. & McDonald, A. (2000). FISH-LIFT: a device for sampling live fish with trawls. Fisheries Research 48, 87-91.
Rune Nilsen, Rosa Maria Llinares Serra, Anne Dagrun Sandvik, Kristine Marit Schrøder Elvik, Runar Kjær, Ørjan Karlsen (HI), Bengt Finstad (NINA), Marius Berg (NINA) og Gunnar Bekke Lehmann (NORCE): Lakselus infestasjon på vill laksefisk langs Norskekysten i 2019 — Sluttrapport til Mattilsynet