Enginn eldislax veiðst í íslenskum ám í sumar - hnúðlaxar raunveruleg ógn

Enginn eldislax hefur veiðst á Íslandi í sumar á sama tíma og laxeldi hefur tvöfaldast frá fyrra ári. Eldislaxinn er Atlandshafslax eins og villti íslenski laxinn. Árið 2017 voru 70 hnúðlaxar skráðir í veiðibækur og þeim fjölgar stöðugt eins og sérfræðingar hafa spáð. Sannarlega hefur hnúðlaxinn hrygnt í ám hér og mun aukin ásókn þeirra hafa margfalt meiri áhrif á íslenskar laxár en meint áhrif Atlandshafs eldislaxa sem í líffræðilegum skilningi er sama tegund og villti íslenski laxinn öllum í samanburði við hnúðlaxa sem er alls óskild Kyrrahafstegund.

Hnúðlax í Evrópu hefur hann verið flokkaður sem ágeng tegund

Hin raunverulega ógn við íslenska laxastofnin eru hnúðlaxar sem stöðugt fjölgar ár frá ári í íslenskum laxám. Hrygningar hnúðulaxa hafa verið staðfestar hér á landi. „2017 fengum við hér sýni af hrygnum (hnúðlaxa) sem voru úthrygndar. Og auðvitað þarf tvo til, til þess að koma hrygningunni af stað, og þeir fiskar höfðu sannanlega hrygnt,“ sagði Guðni Guðbergsson sviðsstjóri ferskvatnslífríkis Hafró í viðtali á RÚV.

Guðni segir að sú náttúra sem verið hafi á Íslandi sé sú sem fólk eigi að venjast og vilji passa upp á og vernda. „Vissulega er þarna um nýja tegund að ræða og í Evrópu hefur hún verið flokkuð sem ágeng tegund.“ Flest bendir til þess að hnúðlöxum muni fjölga í íslenskum laxveiðiám næstu árum. Hnúðlaxar er alls óskildir Atlandshafs laxinum og geta ekki æxlast saman.

Ástæða þess að hnúðlax­inn, sem er Kyrra­haf­s­teg­und, er að finn­ast hér á slóðum er rak­in til þess að Rúss­ar hófu haf­beit með hnúðlaxa sem hefur nú dreift sér hratt og finnst í ám víða í Evrópu. „Þarna sé ekkert hægt að gera annað en að fylgjast með framvindunni og hvaða áhrif hnúðlaxinn muni hafa. En vissulega kemur þetta þá til með að breyta þeirri fánu sem við höfum hér í okkar ám meðal fiskstofna,“ segir Guðni í samtali við RÚV. Þegar kemur að því að varðveita náttúru íslenskra laxveiðiáa er hnúðlaxinn raunverulega fíllinn í stofunni en ekki sú litla ræktun á Atlandshafslaxa í sjókvíum sem á sér stað við strendur Íslands, eins og andstæðingar fiskeldis hafa haldið fram í áróðri sem að mestu byggist á rangfærslum um sjókvíeldi sem er raunverulega ein vistvænasta ræktun á heilnæmum próteinum og næringarefnum í matvælaframleiðslu.