Slátrun á laxi fer úr 30 í 100 tonn á dag

Fiskeldisblad_júlí 2018Ice Fish Farm eða Fiskeldis Austfjarða í Djúpavogi mun slátra 70 tonnum meira af laxi í lok október en það gerir í dag.  Þetta kemur fram í frétt Stian Olsen – 12. september 2018 á norska fréttamiðlinum Ilaks.

ilaks.no

Guðmundur Gíslason stjórnarformaður Ice Fish Farm hitti blaðamann iLaks í höfuðstöðvum Ice Fish Farm í Reykjavík. „Við höfum verið að byggja upp slátrun okkar í Djúpavogi á Austurströnd Íslands. Erum að auka framleiðsluna og líklega í lok október, mun dagleg framleiðsla fara úr 30 tonnum af laxi í 100 tonn af laxi á dag,“ segir Guðmundur.

„Uppbyggingin á fyrirtækinu hefur staðið yfir í langan tíma og veita fyrstu leyfin okkur heimild til 20.000 tonna framleiðslu á laxi á ári,“ segir Guðmundur.

„Stækkunin á sér líka stað í seiðaeldinu. Fyrirtækið áætlar frekari uppbyggingu á seiðaeldsstöðin Ísþór í Þorlákshöfn, sem er 50/50 eigu Ice Fish Farm og Arnarlax á Bíldudal.  Við framleiðum þrjár milljónir seiða á ári. Erum að stækka seiðaeldið og munum bæta við 12 tönkum, sem mun gera okkur kleift að auka framleiðsluna í fimm milljónir seiða á ári og helmingur seiðanna eru okkar.  Á sama tíma erum við að stækka seiðaframleiðsluna okkar norður á  Rifósi við Kópasker.  Þar höfum við fjárfest í nýjum búnaði í sumar. Á Rifósi framleiðum eina milljón seiða í ár, en áætlum að auka framleiðsluna í 4 milljónir á ári,“ segir Guðmundur.

Hann segir að það sé að minnsta kosti tvær góðar ástæður fyrir því að byggja upp seiðaeldið og fjölga seiðum. „Það er góð áhættustýring, en við þurfum auk þess að vera viðbúnir framleiðsluaukningu sem er framundan og því er mikilvæg að eiga nóg af seiðum.“

Hann segir uppbygginguna á laxeldinu hafa gengið mjög vel og sýna að allt stefni í rétta átt í íslensku fiskeldi og betur en menn gátu búist við.  „Við höfum sýnt fram á að á Íslandi er góðar aðstæður til laxeldis. Fiskurinn stækkar og dafnar mun betur og hraðar en flestir bjuggust við. Þetta gengur vel og næsta skref er að auk framleiðsluna,“ segir hann að lokum.