Norska laxeldið sjálfbærast í samanburði 60 stærstu próteinræktendur heims

Laxeldisfyrirtæki eru í fimm af tíu efstu sætunum í alþjóðlegri úttekt Coller FAIRR á próteinvísitölu ársins 2019.  Í rannsókninni er mældur árangur í sjálfbærni 60 stærstu próteinframleiðenda heims samkvæmt opinberum skrám.

Norska laxeldið sjálfbærast

Af 10 sjálfbærustu próteinframleiðendum heims eru 5 laxeldisfyrirtæki

Vísitalan endurspeglar hvernig stærstu matvælaframleiðendur heims standa sig í ýmsum áhættuþáttum sem tengjast sjálfbærni. Rannsóknin nær til kjöt framleiðenda, mjólkurafurða og sjávarafurða. Stærsta laxaeldisfyrirtæki heims, MOWI í Noreg, er í fyrsta sæti í ár, laxeldi MOWI er sjálfbærasta próteinframleiðsla heims samkvæmt vísitölunni. Þar á eftir er laxeldi Lerøy sem er í 2. sæti, en Lerøy var efst á listanum árið 2018. Færeyska laxeldi Bakkafrost er í 3. sæti. Norsku laxeldisfyrirtækin Grieg Seafood í 6. sæti og Salmar í 9. sæti. Það vekur athygli að 5 laxeldisfyrirtæki eru efst og ofarlega á lista yfir 10 sjálbærustu próteinframleiðendur heims samkvæmt nýjustu vísitölu Coller FAIRR. Niðurstöðurnar staðfesta að norska laxeldið er leiðandi á heimsmælikvarða þegar kemur að sjálfbærni í framleiðslu á vistvænu próteini.

Norska laxeldið leiðandi í sjálfbærni

„Aukin neysla sjávarfangs er góð leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þar er norska laxeldið leiðandi í sjálfbærri og vistvænni ræktun,“ segir Renate Larsen, framkvæmdastjóri Norska sjávarfangs ráðsins (Norwegian Seafood Council). „Við vitum að neytendur vilja í auknu mæli vita hvaðan maturinn þeirra kemur og skýrslan sýnir glöggt að norskur lax er góður kostur fyrir meðvitaða neytendur“, segir Larsen. Vísitalan byggir á grundvelli upplýsingagjafar á stjórnun efnislegra, umhverfislegra og félagslegra áhættu í ræktun og vinnslu hjá framleiðendum dýrapróteina.

Gagnsæi mikilvægt sjálfbærri framleiðslu

Vísitala Coller FAIRR er eini mælikvarði heims á sjálbærni í framleiðslu dýrapróteina og sýnir krítiskt hvernig best er staðið að sjálfbærri framleiðslu. Megintilgangur skýrslunnar er að gera fjárfestum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í matvælaframleiðslu. Í skýrslunni standa norsku laxeldisfyrirtækin fremst í flokki í flestum áhættuþáttum sem fela í sér; matvælaöryggi, úrgang, mengun, vinnu aðstæður, notkun vatns, sýklalyfja, velferð dýra og losun gróðurhúsalofttegunda.  Norsku laxeldisfyrirtækin eru almennt meðvituð um mikilvægi þess að koma í veg fyrir skógareyðingu og viðhalda fjölbreytileika lífríkisins.

Gögnin sem liggja að baki vísitölunni sýna að norska fiskeldið skarar framúr þegar kemur að notkun sýklalyfja og velferð dýra. Vísitalan endurspeglar vel hversu mikilvægt gagnsæi er í matvælaframleiðslu og stöðuga viðleitni til að bæta og skjalfesta sjálfbærni í framleiðslunni“, segir Larsen.