Auglýsingaskilti Icelandic Wildlife Fund, sem berst gegn vexti sjókvíaeldis hér á landi var sem sjóðurinn fékk sett upp í Leifsstöð 17. júlí síðastliðinn var fjarlægt af Isavia 10 dögum síðar. Þetta kemur fram í frétt á Vísi en það var birtingahús sem hafði milligöngu um að skiltinu var komið upp í Leifsstöð.
„Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að þær auglýsingar sem eru í flugstöðinni séu fyrst og fremst miðaðar að því að auglýsa vöru og þjónustu en séu ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar eru að takast á um umdeild málefni. Þess vegna hefur Isavia lagt áherslu á að auglýsingar séu bornar undir starfsmenn áður en þær eru settar upp,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.