Banna stangveiðar og friða laxinn

Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund (IWF) fullyrðir í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að texti auglýsinga IWF byggi á vísindalegum staðreyndum.  „Jón segir texta auglýsingarinnar byggja á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin beinist hvorki að nafngreindum fyrirtækjum né sé fólk hvatt til að sniðganga tilteknar vörur.“ Reglur Isavia voru brotnar þegar áróðursskilti IWF var sett upp í leyfisleysi í Leifsstöð án samráðs við Isavia sem lét taka skiltið niður.

Í fyrirsögn auglýsingaskiltis Jóns Kaldals segir: Iceland THE FINAL FRONTIER of the wild Atlantic Salmon. Hvergi hafa verið birtar vísindalegar greinar sem segja að Ísland sé síðasta vígi villta Atlandshafslaxins eins og fullyrt er í texta Jóns samkvæmt heimildum Fiskeldisblaðsins.

Á vef IWF gengur Jón Kaldal enn lengra og fullyrðir að: „Texti auglýsingarinnar er byggður á efni sem hefur verið birtur í ritrýndum vísindaritum.“  Staðreyndin er sú að hvergi hafa verið birtar greinar í ritrýndum vísindaritum með texta sem segir að Ísland sé THE FINAL FRONTIER of the wild Atlantic Salmon eins og fullyrt er í fyrirsögn auglýsingaskiltis Jóns.

„Líklega þyrftu samtök sem byggja á áróðri hagsmunaaðila sem Jón Kaldal starfar fyrir, að beita sér fyrir því að stöðva miskunarlaust frístundadráp á þeirri fágætu skepnu sem laxinn er í íslenskri náttúru ef þessi fullyrðing væri byggð á fræðilegum staðreyndum.  Það þyrfti að banna stangveiðar og friða laxinn ef textinn væri byggður á vísindalegum gögnum fræðimanna,“ segir fiskeldisfræðingur í samtali við Fiskeldisblaðið.  Hann segir IWF vera ómarktæka hagsmunaaðila með takmarkaðan áhuga umhverfisvernarmálum sem slíkum.

„Veiðar á villtum Atlandshafslaxi er vinsælt sport í norður Evrópu þar sem víða finnast góðar laxveiðiár.  Það er fjarstæðukennd og óvísindaleg fullyrðing að halda því fram að Ísland sé THE FINAL FRONTIER of the wild Atlantic Salmon.  Hvergi tel ég að finna megi ritrýndar fræðigreinar í vísindaritum sem samræmist þeirri fullyrðingu,“ segir fiskeldisfræðingurinn.

Iceland Wildlife Fund sem Jón Kaldal starfar fyrir er sjálfseignarstofnun Ingólfs Ásgeirssonar og Lilju R. Einarsdóttur samkvæmt stofngögnum IWF úr Fyrirtækjaskrá RSK.  Ingólfur og Davíð Másson eiginmaður Lilju eru eigendur einkahlutafélagsins Starir ehf sem rekur Þverá/Kjarrá. og lúxus veiðihús og gistingu. Sjá meðfylgjandi myndir og stofngögn IWF.

Stofnupplýsingar „umhverfisverndarsamtakanna“ IWF sem er í eigu Ingólfs og Lilju.
Veiðihús stofnanda IWF.