Bakkafrost áformar 50 milljarða kr. í nýjar fjárfestingar

Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost áformar að eyða 3 milljörðum danskra kr. eða um 50 milljörðum kr. í nýjar fjárfestingar fram til ársins 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu um uppgjör fyrir annan ársfjórðung ársins.

Hagnaður Bakkafrost á ársfjórðungnum nam tæpum 340 milljónum dkr., eftir skatta, eða 5,6 milljörðum kr. Þetta er töluvert betra en sérfræðingar höfðu spáð en þeir gerðu ráð fyrir 283 milljónum dkr. í hagnað.

„Við sjáum fyrir okkur mikla möguleika á að þróa fyrirtækið áfram í framtíðinni og til að nýta þá möguleika þurfum við að fara út í stórar fjárfestingar,“ segir Regin Jacobsen forstjóri Bakkavarar í tilkynningunni um uppgjörið.

Hvað varðar niðurstöðuna úr rekstri fyrirtækisins á öðrum ársfjórung segir Jacobsen að verð á eldislaxi hafi verið hátt á ársfjórðungnum þótt það hafi lækkað eftir því sem leið á fjórðunginn.