Verð á eldislaxi hefur lækkað töluvert að undanförnu á mörkuðum í Evrópu. Viðmiðunarverðið á dagsmarkaðinum á vefsíðunni fishpool.eu er komið niður í tæpar 66,5 nkr./kg sem er yfir 15% lækkun frá því að verðið náði hámarki í rétt rúmum 80 nkr./kg um miðjan síðasta mánuð. Helsta ástæðan er aukið framboð á laxi sem skýrist af því að hlýtt veðurfar í norðurhluta Evrópu undanfarna tvo mánuði hefur aukið vaxtarhraða laxsins og þar með framleiðsluna á honum.