Norðmenn auka framleiðslu á regnbogasilung

Norðmenn hafa aukið framleiðslu sína á regnbogasilung um yfir 50% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hefur verðið á silungnum lækkað um 15%.

Á vefsíðunni seadatacenter.com má sjá að á fyrstu fimm mánuðum ársins framleiddu Norðmenn rétt tæp 11.300 tonn af regnbogasilung. Á sama tímabili í fyrra var framleiðslan rétt rúm 7.700 tonn. Verðið fyrir silunginn í ár hefur verið að meðaltali 811 kr./kg en það var rétt rúmar 1.000 kr./kg á sama tímabili í fyrra.

Verðþróunin í ár hefur þó legið upp á við. Þannig var verðið rétt tæpar 700 kr./kg um síðustu áramót en var komið í um 870 kr./kg um síðustu mánaðarmót.