Salmon Evolution eru frumkvöðull í verksmiðjuræktun á laxi á landi með starfsemi á vesturströnd Noregs. Félagið greindi nýlega frá sögulegu hámarki í lífmassa og metuppskeru á fjórða ársfjórðungi 2023. Salmon Evolution er þar með orðið stærsti verksmiðjuræktandi á Atlandshafslaxi á landi í heimi og stærri en Atlantic Sapphire í Miami sem hingað til hafa verið stærstir í ræktun á Atlantshafslaxi í verksmiðju á landi í öllum heiminum.
Norsku laxabændurnir náðu þeim góða árangri að rækta yfir 2.200 tonna lífmassa og 1.439 tonna nettóframleiðsla á síðasta fjórðungi ársins 2023, sem markar mikilvæga tímamót í rekstri félagsins. Heildarframleiðsla landræktunar Salmon Evolution árið 2023 var 1.874 tonn samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins. Til samanburðar framleiddi þessi heimsins stærsta laxræktunarverksmiðja rétt rúmlega 10% af þeim laxi sem Arnarlax á Íslandi framleiddi í sjó á sama tíma, – en samkvæmt fréttasíðunni Fishfarmingexpert voru framleiðslu afurðir Arnarlax 17.900 tonn árið 2023.
Til samanburðar var framleiðsla Atlantic Sapphire í Flórída um 870 tonn á fyrri helmingi ársins og áætluðu að rækta 700 tonn til viðbótar á seinni hluta ársins. Áætluð heildaruppskeru laxabænda í Flórída er talin hafa verið um 1.600 tonn á árinu 2023.
Trond Håkon Schaug-Pettersen, forstjóri Salmon Evolution, sagði útlitið gott fyrir árið 2024: „Markaðsforsendur ársins 2024 er mjög aðlaðandi og búist má við metháu laxaverði. Salmon Evolution telur sig vel í stakk búið til að nýta tækifærin á markaðnum með mikill framleiðslu aukningu á næstu misserum.“
Aðstaða Salmon Evolution í Indre Harøy er tæknilega mjög fullkomin sem hefur skilað sér í góðri uppskeru, gæða afurðum og litlum afföllum í ræktunarferlinu, að sögn talsmanns fyrirtækisins.
Árið 2023 staðfestir góðan árangur, metuppskeru upp á 1.104 tonn á fjórða ársfjórðungi, þar sem 90% af uppskerunni var flokkuð sem „úrvalsgæði“ eða fyrsta flokks afurð.
Þegar horft er til fyrsta ársfjórðungs 2024, gerir Salmon Evolution ráð fyrir að framleiða á bilinu 800-1.000 tonn. Gert er ráð fyrir verulegri aukningingu frá og með öðrum ársfjórðungi, með stækkun á landræktunar verksmiðju félagsins í Indre Harøy á vesturströnd Noregs.
Í aðalverksmiðja Salmon Evolution er aðstaða til framleiðslu á 7.900 tonnum af laxi á ári. Framtíðar áætlanir gera ráð fyrir að framleiðslugetur uppá 31.500 tonn af laxi árlega þegar laxeldisverksmiðja félagsins verður fullbyggð.
Að auki vinnur fyrirtækið að stækkun á alþjóðavettvangi, með samstarfsverkefni í Suður-Kóreu fyrir 16.800 tonna laxaræktunarverksmiðju og áætlanum á uppbyggingu á sambærilegri verksmiðju í Norður-Ameríku.
Linkur á frétt Salmonbusiness: https://www.salmonbusiness.com/meet-the-worlds-largest-producer-of-land-based-atlantic-salmon/