Arnarlax hlýtur hæsta einkun AA+ alþjóðleg vottun fyrir gæði og matvælaöryggi

Hæsta einkunn BRC staðfestir matvælaöryggi Arnarlax

BRC vottun er samþykkt af GFSI (Global Food Safety Initiative) sem þýðir að ferlar í vinnslu standast gæða- og matvælaöryggiskröfur á alþjóðlegum vettvangi. Viðskiptavinir geta treyst því að hér er laxinn okkar unnin á sem bestan hátt með gæði og matvælaöryggi í fyrirrúmi frá því að laxinn kemur inn til vinnslu og þangað til að hann er kominn til viðskiptavinar.

Sönnunin liggur í plúsnum!

Fyrirtæki sem taka þátt í ótilkynntri BRC úttekt velja áskorun á hæsta stigi, staðfest með plúsmerkinu í lok einkunnar. Úttektaraðili getur komið hvenær sem er fyrirvaralaust eftir ákveðna dagsetningu, þannig að allir þurfa að vera tilbúnir á öllum tímum.

Í tilkynningu Arnarlax á heimasíðu þeirra segir:

Það er okkur sönn ánægja og stolt að segja frá því að við fengum AA+ einkunn í fyrstu ótilkynntu BRC úttektinni okkar.

Einkunnin AA+ er mikið hrós til okkar duglega og metnaðarfulla starfsfólks sem er alltaf einbeitt í því að ná framúrskarandi árangri á hverjum einasta degi.