DNB banki í Noregi stóð fyrir fjárfestakynningu á íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Osló eftir að laxeldið á Bíldudal var skráð á NOTC markaðnum í Kauphöllinni í Osló.
Framlegð Arnarlax fyrstu 9 mánuði ársins var um 130 krónur á hvert framleitt kíló og var hagnaður Arnarlax á tímabilinu tæpur miljarður íslenskra króna. Laxeldið hér er rétt að byrja og er íslenski laxinn að fá góðar viðtökur.
Færeyska laxeldið gengur vel og hefur framlegð Bakkafrost í Færeyjum verið hærri en annarra framleiðanda eða 26,25 (NOK) á hvert framleitt kíló.
Sterk staða vörumerkisins sem skapað hefur verið fyrir færeyska laxinn er ein helsta skýringin á miklum verðstöðugleika. Færeyingum hefur tekist að skapa hágæðaafurðir sem mikil eftirspurn er eftir.
Sérfræðingar telja að hér á landi séu sannarlega tækifæri til að þróa verðmætt vörumerki fyrir íslenska laxinn með sambærilega sérstöðu og færeyski laxinn hefur á mörkuðum. Íslenskar sjávarafurðir hafa í áratugi notið sérstöðu vegna fyrsta flokks gæða og þeirra þekkingu og reynslu hér á landi sem þar til að tryggja ferskleika viðkvæmra afurða á markaði um allan heim.