Nauðsynleg næringarefni í skammdeginu - LAX TVISVAR Í VIKU

Heimurinn er að vakna til meðvitundar um mikilvægi næringaríkra sjávarafurða og eftirspurnin vex ár frá ári. Það er því óhjákvæmilegt að horfa til hafsins sem bláu akra framtíðarinnar.
Laxinn inniheldur mikið magn af Omega 3 fitusýrum en fæstir fá ekki nóg af þeim úr annarri fæðu eða fæðubótarefnum. Lax tvisvar í viku fullnægir þörf líkamans fyrir Omega 3. Laxinn inniheldur mikið magn D-vítamína sem er öllum lífsnauðsynlegt ekki síst hér á landi í skammdeginu á meðan lítið sést til sólar. Laxinn er ríkur af B12 en skortur þess er algent vandamál sem getur valdið, þunglyndi, kvíða og örmögnun.
 
Laxinn inniheldur að auki mikið af hágæðaprótíni og önnur mikilvæg næringarefni eru í laxi: Kalíum, Seleníum, B1, B3, B6. Allt er þetta hægt að fá í pillum og verksmiðjuframleiddu dufti en næringagildið er mun minna ef það er eitthvað.
 
Reglulega eru gerðar rannsóknir á supplements í USA (fæðubótaefnum) þar sem m.a. kom í ljós að töflur sem t.d. áttu að innihalda tilgreint magn D-vítamína gerðu það ekki. Hillur stórmarkaða eru fullar af misgóðu vítamíni í pilluformi. Hollusta fellst í því að fá öll sín mikilvægustu næringaefni og vítamín beint úr hreinum næringaríkum matvælum. Fiskur, kjöt, grænmeti, ávextir, hnetur, fræ osfrv.
 
Nýlegar rannsóknir næringafræðinga í Bandaríkjunum og aðrar sambærilegar í Noregi staðfesta að ófrískar konur eigi að borða mun meiri feitan fisk t.d. lax en þær gera. Bandarísku vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að börn kvenna sem borða feitan fisk á meðgöngunni, verði ekki bara líkamlega heilbrigðari heldur líka greindari.
 
Ávinningur þess að ófrískar konur borði meiri feitan fisk fyrir fóstrið er mun meiri en lítið magn kvikasilfurs sem er í laxi og mælist meira í villtum laxi en ræktuðum. Það eru gömul og úrelt vísindi að ófrískar konur eigi ekki að borða feitan fisk.
LAX TVISVAR Í VIKU ALLA ÆVI
 
11 ofurfæðutegundir sem geta bjargað lífi þínu eftir Kristján Már Gunnarsson lækni.  Smelltu á linkinn hér til að lesa grein Kristjáns.