Fyrstu sex mánuði ársins 2019 var heildarútflutningur norskra sjávarafurða 1,3 milljónir tonna og útflutningsverðmætin meiri en nokkru sinni fyrr eða 51,2 milljarðar NOK (730 milljarðar ISK).Þrátt fyrir 13% samdrátt í magni frá sama tímabili ársins 2018 hafa verðmæti afurða hækkað um 7%, eða um 3,1 milljarða NOK (42,5 milljarða ISK). Útflutningur á laxi skapaði 68% af heildarútflutningstekjum norskra sjávarafurða.
Útflutningsverðmæti norskra laxaafurða var 34,6 milljarðar NOK (475 milljarða ISK) fyrstu sex mánuðum ársins en útflutningurinn á tímabilinu var 506.000 tonn. Þetta er 5% aukning mælt í magni en verðmæti afurða jókst um 6% eða 2,1 milljarð NOK (28,8 milljarða ISK). Pólland, Frakkland og Danmörk voru stærstu markaðir fyrir norskar laxafurðir á tímabilinu.
Ástæðan fyrir minna magni í tonnum frá sama tímabil í fyrra er aðallega vegna minni útflutnings á kolmunna og lítils loðnukvóta.
„Í útflutningstekjum er þetta nýtt met í verðmætum norskra sjávarafurða á sex mánaða tímabili. Útflutningur á laxi skapar tvo þriðju hluta verðmætisaukningarinnar á þessu hálfa ári og við erum líka að sjá ágætis verðmætaaukningu í skelfiski.
Eftirspurn eftir norskum sjávarafurðum hefur verið stöðugt en aðgengi að nýjum mörkuðum er að opnast. Þar að auki hefur verðmæti útflutnings aukist vegna veiku gengi norsku krónunar. Samanlögð áhrif verðmætaaukningar á laxi og veiku gengi eru ástæður þess að útflutningstekjur sjávarafurða hafa aldrei verið meiri en fyrstu sex mánuði ársins 2019,“ segir Tom-Jørgen Gangsø, forstöðumaður hjá norska sjávarútvegsráðaneytinu á vef Norwegian Seafood Council.