Út er komin bókin „Á fiskvegum“ eftir Þór Sigfússon stjórnarformann Sjávarklasans. Í bókinni ræðir Þór við Vífil Oddsson verkfræðing um laxastiga og laxalíf víða á landinu.
Á bókarkápu segir meðal annars að í bókinni ræði Vífill um laxastiga á Íslandi, veiðimennsku og fiskirækt. Vífill hefur teiknað um fjórðung laxastiga á Íslandi en í bókinni ræðir hann m.a. um þann lærdóm sem draga má af reynslunni af íslenskum laxastigum og þeim árangri sem þeir hafa skilað. „Gerð fiskvega er án efa einhver árangursríkasta fiskræktunaraðgerð sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir á bókakápunni.