Fjárfesting First Water á landræktun á laxi í Ölfusi verður um 115 millj­arðar króna og eitt stærsta verk­efni einkaaðila á Íslandi

Fyrirtækið First Water var stofnað af hópi frumkvöðla með mismunandi bakgrunn og reynslu, m.a. úr fiskeldi, byggingariðanaði, jarðvarmavirkjunum, viðskiptum og fjármálastjórnun. Fyrirtækið hefur lokið mati á umhverfisáhrifum, aflað tilskildra leyfa frá sveitarstjórn Ölfuss, orðið sér úti um landrými og komið sér upp seiðaeldisstöð sem er nú í notkun.

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is og lengri útgáfa í Morgunblaðinu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is skrifar:

Kostnaður við upp­bygg­ingu á fisk­eld­is­stöð First Water við Þor­láks­höfn verður sam­an­lagt liðlega 115 millj­arðar króna og er þetta eitt stærsta verk­efni á Íslandi sem einkaaðilar hafa nokkru sinni tek­ist á hend­ur.

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að þegar allt er í höfn verði sam­an­lögð fram­leiðsla á laxi í stöðinni um 50 þúsund tonn. „Þessu verk­efni er skipt í sex hluta og um 10% af því er lokið. Allt hef­ur gengið upp til þessa en það er mikið verk­efni fram und­an á næstu árum,“ seg­ir Eggert Þór Kristó­fers­son for­stjóri First Water hf. í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Þessu verk­efni er skipt í sex hluta og um 10% af því er lokið. Allt hef­ur gengið upp til þessa en það er mikið verk­efni fram und­an á næstu árum,“ seg­ir Eggert Þór Kristó­fers­son for­stjóri First Water hf. í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Einn lax eða þrír þorsk­ar

Fisk­eld­is­stöð First Water er skammt vest­an byggðar í Þor­láks­höfn. Þegar á þær slóðir kem­ur sést strax að mikið er um­leikis; bygg­ingakr­an­ar og stór­virk­ar vinnu­vél­ar nærri ný­leg­um bygg­ing­um.

Þetta er niðri við sjó, en stöðin sjálf stend­ur á hraun­kambi. Þar und­ir er mik­il auðlind; gnægð af vatni á 20 metra dýpi og enn neðar jarðsjór sem er dælt upp og í eld­iskör­in. Í full­byggðri stöð verða eldisker­in á svæðinu alls 170. Í þau mun þurfa alls 30 þúsund sek­únd­u­lítra af renn­andi sjó, úr 180 bor­hol­um sem nú eru tekn­ar hver af ann­arri.

„Eft­ir­spurn eft­ir afurðum af laxi er mik­il um all­an heim og í hraðari vexti en fram­leiðend­ur hafa mætt. Markaður­inn er nú um þrjár millj­ón­ir tonna á ári og hef­ur hann stækkað um 3-5% á ári frá alda­mót­um. Og þarna stíg­um við inn með okk­ar fram­leiðslu sem verður markaðssett til nátt­úru­gæða. Aukn­ar vin­sæld­ir sus­hi-rétta eiga stór­an þátt í því hve lax er orðinn eft­ir­sótt­ur. Ekki er fjar­lægt að fisk­eldi verði í ein­hverri framtíð stærri at­vinnu­grein en hefðbund­inn sjáv­ar­út­veg­ur sam­an­ber þumalputta­reglu sem Þor­steinn Már Bald­vins­son setti fram á ráðstefnu hjá SFS árið 2022 hvar hann talaði um einn lax og þorsk­ana þrjá. Slíkt var þá til­vís­un í að jafn­mikið fæst fyr­ir einn fimm kílóa lax og þrjá jafnþunga þorska,“ seg­ir Eggert Þór.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.