Metnaðarfull uppbygging LAXEY á landræktunstöð í Vestmannaeyjum

Fyrirtækið Laxey hefur staðið fyrir metnaðarfyllur uppbygging á fullkominni laxræktunarstöð á landi í Vestmannaeyjum. Seiðaeldisstöð Laxey í botni Friðarhafnar mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og markmiðið er að laxræktunarstöðin í Viðlagafjöru verði með framleiðslugetu uppá 27 þúsund tonn árið 2031.  

„Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland.  Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara með sjálfbærum hætti,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins

Samstarf LAXEY við AKVA Group við uppsetningu á seiðastöð, sem notar RAS tækni, gekk mjög vel. Við erum ánægð með að nýta reynslu AKVA Group áfram í þeirri miklu uppbyggingu sem er framundan. Stöðin í Viðlagafjöru mun nota gegnumflæðisstreymi að mestu leyti, sjórinn er endurnýttur til hitunar áður en honum er skilað í sjóinn“. Við hlökkum því til áframhaldandi samstarfs og framtíðarinnar með AKVA Group í uppbyggingu fyrirtækisins hér í Vestmannaeyjum,“ segir Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri Laxey.

Mikil uppbygging stendur yfir á landræktunarstöð til framleiðslu á hágæða laxi.
Uppbygging á landræktunarstöð til framleiðslu á hágæða laxi í Vestmannaeyjum. (Skjáskot af heimasíðu LAXEY)

Samningurinn við AKVA group felur í sér hönnun, uppsetningu, verkefnstjórn og ráðgjafarþjónustu í öllu verkefninu sem er áætlað að hefjist strax á þessu ári. „Samstarf fyrirtækjanna hefur verið farsælt og við hlökkum til að vinna áfram með Laxey, “ segir Jacob Bregnballe, sölustjóri AKVA group Land Based.

Vefsíður:

LAXEY

AKVA group