Frétt af mbl.is | 12.4.2024 | 12:47
Arnarlax gekk á dögunum frá samningi við Moen Marin um smíði á nýjum þjónustubát. Tvíbyttnan verður fyrsti tengiltvinbáturinn sem sinnir fiskeldi hér á landi og verður nægum rafhlöðum til að geta vera rekin losunarlaust.
Markmið Arnarlax með fjárfestingu í þessari lausn er að draga verulega úr kolefnisspori rekstursins, að því er fram kemur í umfjöllun norsku eldisfréttaveitunnar iLaks.
„Sem eitt af stærri fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi hyggst Arnarlax vera leiðandi á sviði umhverfisvænni orkulausna,“ segir Björn Hembre, framkvæmdastjóri Arnarlax. Hann segir fjárfestinguna vera lið í að ná mikilvægum markmiðum fyrirtækisins um gott vinnuumhverfi, skilvirkum og öruggum rekstri og minnkandi kolefnisspori.
Björn Hembre forstjóri Arnarlax
Moen Marin er stærsti framleiðandi þjónustubáta fyrir fiskeldisiðnaðinn á heimsvísu og má finna báta þeirra í öllum ríkjum þar sem sjókvíaeldi á lax fer fram. Á undanförnum áratug hefur Moen Marin framleitt um 300 báta fyrir fiskeldisgreinina á heimsvísu, þar af eru 85 bátar tengiltvinnbátar með öflugt rafhlöðukerfi.
„Samningurinn um fyrsta tengiltvinnbátinn á Íslandi markar mikil tímamót fyrir okkur og tímamót fyrir fiskeldisiðnaðinn á Íslandi. Arnarlax er mikilvægur og góður viðskiptavinur okkar og við þökkum það traust sem þeir bera til okkar,“ segur Mivhael Kristiansen, sölustjóri Moen Marin.