Arn­ar­lax hyggst vera leiðandi á sviði um­hverf­i­s­vænni orku­lausna

Frétt af mbl.is  | 12.4.2024 | 12:47

Arn­ar­lax gekk á dög­un­um frá samn­ingi við Moen Mar­in um smíði á nýj­um þjón­ustu­bát. Tví­byttn­an verður fyrsti ten­gilt­vin­bát­ur­inn sem sinn­ir fisk­eldi hér á landi og verður næg­um raf­hlöðum til að geta vera rek­in los­un­ar­laust.

Mark­mið Arn­ar­lax með fjár­fest­ingu í þess­ari lausn er að draga veru­lega úr kol­efn­is­spori rekst­urs­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un norsku eld­is­frétta­veit­unn­ar iLaks.

„Sem eitt af stærri fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Íslandi hyggst Arn­ar­lax vera leiðandi á sviði um­hverf­i­s­vænni orku­lausna,“ seg­ir Björn Hembre, fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­lax. Hann seg­ir fjár­fest­ing­una vera lið í að ná mik­il­væg­um mark­miðum fyr­ir­tæk­is­ins um gott vinnu­um­hverfi, skil­virk­um og ör­ugg­um rekstri og minnk­andi kol­efn­is­spori.

Björn Hembre forstjóri Arnarlax

Moen Mar­in er stærsti fram­leiðandi þjón­ustu­báta fyr­ir fisk­eld­isiðnaðinn á heimsvísu og má finna báta þeirra í öll­um ríkj­um þar sem sjókvía­eldi á lax fer fram. Á und­an­förn­um ára­tug hef­ur Moen Mar­in fram­leitt um 300 báta fyr­ir fisk­eld­is­grein­ina á heimsvísu, þar af eru 85 bát­ar ten­gilt­vinn­bát­ar með öfl­ugt raf­hlöðukerfi.

„Samn­ing­ur­inn um fyrsta ten­gilt­vinn­bát­inn á Íslandi mark­ar mik­il tíma­mót fyr­ir okk­ur og tíma­mót fyr­ir fisk­eld­isiðnaðinn á Íslandi. Arn­ar­lax er mik­il­væg­ur og góður viðskipta­vin­ur okk­ar og við þökk­um það traust sem þeir bera til okk­ar,“ seg­ur Miv­hael Kristian­sen, sölu­stjóri Moen Mar­in.