Vinnulag endurskoðað, þjálfun aukin og nýtt gæðakerfi hjá Arctic Fish

Tilkynning á heimasíðu Arctic Fish: www.arcticfish.is/news/birting-eftirlitsskyrslu-mast/

Matvælastofnun hefur birt eftirlitsskýrslu vegna stroks sem varð hjá okkur í ágúst s.l. Þar er gerð grein fyrir tveimur alvarlegum frávikum í eldi félagsins.

Annars vegar vegna ljósastýringa og hinsvegar vegna eftirlits.

Við tökum þessum athugasemdum alvarlega og frá því að strokið átti sér stað í ágúst, höfum við hjá Arctic Fish lagt í mikla vinnu við að endurskoða vinnulag okkar með það að markmiði að lágmarka áhættu á stroki.

Meðal annars höfum við ákveðið að hætta að nota þá tegund af fóðurdreifurum sem ollu gatinu. Við erum að innleiða nýtt rafrænt gæðakerfi og viðhaldskerfi sem bætir vinnubrögð. Aukin áhersla verður á þjálfun starfsfólks og farið hefur verið yfir framkvæmd ljósastýringa.

Þá höfum við búið til nýtt starf í fyrirtækinu, starf framkvæmdastjóra eldis og fengið til liðs við okkur í það starf John Gunnar Grindskar sem hefur áratuga reynslu úr fiskeldi hjá móðurfyrirtæki okkar í Noregi.

Tengill á frétt RÚV frá því 13. september 2023 – eftir að um 3500 fiskar sluppu úr sjókví Patreksfirði í ágúst árið 2023 vegna tjóna á kví sem talið er að bilun í fóðurbúnaði hafi orsakað. https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-13-midur-sin-og-gera-allt-til-ad-baeta-skadann-391589