Eldisleyfi afturkallað að kröfu sportveiðimanna

Áður útgefin leyfi 10.000 tonna fiskeldis Laxa í Reyðarfirði hefur verið afturkallað í kjölfar kröfu eigenda laxveiðiáa á austfjörðum.  Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er lang stærsti eigandi laxveiðiáa austurlandi.

Niðurstaða nefndar umhverfis- og auðlindamála var að neikvæð áhrif framleiðsluaukningu fiskeldis í Reyðarfirði gæti haft áhrif á botnlíf, aukið hættu á sjúkdómum, laxalús villtra laxa og haft áhrif á villta laxastofna vegna erfðablöndunar.

Í samtali við norska vefmiðilinn SalmonBusiness segir Jens Garðar Helgason forstjóri Laxa að leyfið hafi verið afturkallað vegna misræmis umsóknar Laxa og útgefnu leyfi Matvælastofnunar.

Jens telur að yfirvöld muni gefa út tímabundið leyfi þar til misræmi umsóknar og leyfis hefur verið leiðrétt og mun ekki hafa áætlanir Laxa á þessu ári.