Árangur Norðmanna í ræktun og markaðssetningu á laxi síðasta áratuginn hefur verið ævintýralegur. Árið 2019 fer í sögubækurnar en þá slógu þeir öll fyrri met þegar útflutningstekjur norskra sjávarafurða fóru yfir 107,3 milljarða Nkr. eða tæplega 1500 milljarða Íkr. Skýringin á miklum vexti er fyrst og fremst velgengni í ræktun á laxi í sjókvíum en útflutningsverðmæti laxins árið 2019 var rúmlega 1000 milljarða Íkr eða 2/3 af heildarverðmæti sjávarafurða. Framleiðslan samsvarar því að daglega eru framleiddar 36 milljónir máltíða allt árið eða 25.000 máltíðar á hverri mínútu.
Verðmæti eldisafurða nemur um 71 prósent af útflutningstekjum sjávarútvegs Noregs og markaðurinn fyrir eldisafurðir er enn að stækka. Sérfræðingar telja að verðmæti sjávarafurða geti tvöfaldast á næstu 10 árum þar sem eftirspurnin hefur aukist mikið á milli ára. Til að skoða velgengni norska laxaeldisins er ekki úr vegi að bera saman árið 2019 sem markar tímamót í norskum sjávarútvegi við sama tímabil árið 2009.
Tæknileg þróun sjókvíeldis hefur þróast gríðarlega síðusta áratuginn og hafa norðmenn leitt þær rannsóknir og uppfinningar á tæknilegum lausnum sem hafa gert ræktun á laxi að hátæknibúskap. Byltingarkennd þróun mun færa fleiri þjóðum verðmæt tækifæri til að virkja bláu akrana til ræktunar á sjávarmeti sem mun nýtast til ræktunar á fleiri tegundum. .
Til að auka framleiðsluna enn frekar á sér nú stað þróun í úthafsræktun bæði risakvíum og í sérútbúnum skipum. Sjókvíarnar hafa þróast verða öruggari gagnvart sleppingum og mikið hefur áunnist á baráttu gegn sjúkdómum. Enn er þó ýmsar hindranir í veginum, slysasleppingar, lús og sjúkdómar eru enn áskoranir í eldinu sem verið er að takast á við þó mikið hefur áunnist á síðustu árum.
Eftirspurnin eftir eldislaxi hefur vaxið stöðugt og eldið skapar verðmætar afurðir. Næringafræðingar og læknar mæla með aukinni neyslu á feitu sjávarmeti og nýjustu rannsóknir staðfesta hversu næringaríkur eldislaxinn er, sem sannarlega auka vinsældir hans.