Engin ólögleg efni, lyf eða sýklalyf greinast í eldislaxi

Ný skýrsla Hafrannsóknastofnunar Noregs undirstrikar góða stöðu fiskeldis. Skýrslan er 31 blaðsíða og var unnin fyrir Matvælaöryggisstofnun Noregs en samkvæmt lögum ESB ber að rannsaka hvort dýr sem ræktuð eru til matvælaframleiðslu innihaldi sýklalyf, ólögleg lyf, skaðleg eða mengandi efni.

Samkvæmt skýrslu Hafrannsóknarstofnunar voru sýni frá fiskvinnsluhúsum safnað saman af eftirlitsmönnum Matvælaöryggisstofnunar. Sýni voru tekin frá öllum fiskvinnslusvæðum í Noregi en þau voru fryst og ómerkt áður en þau voru send til greiningar hjá vísindamönnum Hafrannsóknarstofnunar.

Helstu niðurstöður skýrslunnar sem byggir á rannsóknum á tæplega 14 þúsund fiskum sem teknir voru til greiningar á árinu 2018 eru eftirfarandi:

  • Öll gildi fyrir eiturefni sem finnast í umhverfinu eru undir viðmiðunarmörkum ESB.
  • Aðeins fundust leyfar lúsalyfja í 4 sýnum og voru leyfar þeirra undir skilgreindum viðmiðunarmörkum.
  • Engin ólögleg efni, ólögleg lyf eða sýklalyf fundust í .þeim tæplega 14 þúsund fiskum sem rannsakaðir voru.

Staða norskra eldislaxa er góð og hefur verið stöðug síðustu ár.

Hlekkur á skýrslu Hafrannsóknarstofnunar Noregs.