Samkvæmt nýjum tölum úr mælingum OURO í Noregi hefur strokufiskum úr laxeldi fækkað í 41 laxá í umfangsmikilli rannsókn á laxám í Noregi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu OURO, Fiskeldisamtaka Noregs.
Markmiðið er að koma í veg fyrir strokufisk í öllum ám. „Árið 2018 notuðum við 5 milljónir NOK í mælingar í aðgerðum í þeim tilgangi að lágmarka fjölda eldisfiska í ám. Við erum ánægðir með niðurstöðu rannsókna sem staðfesta jákvæðan árangur,“ segir Roar Paulsen, formaður OURO. Í eftirlitsáætlun í öllum landshlutum Noregs vegna sleppifiska árið 2017 voru vatnsföll 197 áa kortlagðar. Af þeim voru 63 valdar til frekari rannsókna. Sleppifiskur var fjarlægður úr 43 ám. Flestar árnar voru valdir á svæðum þar sem sleppingar höfðu átt sér stað í fiskeldi auk áframhaldandi rannsókna á ám frá fyrra ári á svæðum þar sem áhrif sleppinga voru talin lítil árið 2017.
OURO kannanir sýna að hlutfall sleppifisks lækkaði og var minna en fjögur prósent í flestum ám. „Þetta eru frábærar tölur á samanburði talninga milli áranna 2016 og 2017. Árangurinn er skýr og sérstaklega í þeim ám þar sem tekist hefur að fækka strokulöxum niður fyrir 4 prósent,“ segir Paulsen.
Tilgangur aðgerða OURO er að draga úr hættu á erfðafræðilegum áhrifum eldislaxa á villta laxa. Allir sem hafa leyfi til eldis á laxi, silungi og regnbogasilungi er skylt að greiða árgjald til félagsins til að fjármagna aðgerðir og rannsóknir á áhrifa fiskeldis á ár í Noregi.
Öll gögn frá OURO eru opinberar upplýsingar og hluti af reglubundinni eftirlitsáætlun. Á Íslandi gilda sambærilegar reglur. Fiskeldisfyrirtækin greiða árgjald til fjármögnunar á eftirliti og rannsóknum á áhrifum fiskeldis í íslenskum ám og aðgerðir ef þeirra er þörf. Hafrannsóknarstofnun hefur umsjón með verkefninu og hefur nú þegar opnað sérstakan vef þar sem hægt er að fylgjast með vöktun veiðiáa. Sjá með því að smella hér.
Unnið er að því að setja upp myndavélar í 12 lykilám hér á landi.
https://www.youtube.com/watch?time_continue=57&v=_d6YSe-JfMs
Búnaðurinn hefur nú þegar verið settur upp í þremur ám, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi, Vesturdalsá í Vopnafirði og Krossá í Berufirði. Alls verða settar upp myndavélar í níu ám til viðbótar um allt land á næstu árum. Þær eru Langadalsá, Blanda, Fitjá, Skjálfandafljót, Elliðaár, Úlfarsá, Gljúfurá, Langá og Laxá. Ragnar segir að þetta séu svokallaðar lykilár í laxveiði. Myndavélarnar eru einnig notaður til að greina laxalús. Jafnframt verða rafveidd um 120 smáseiði á ári úr um 20 ám, til að fylgjast með mögulegri erfðablöndun.
http://www.ruv.is/frett/storaukin-voktun-a-tolf-laxveidiam