Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, þingmaður NV kjördæmis og formaður atvinnuveganefndar Alþingis skrifar á facebooksíðu sína: „Stjórnvöld eiga og munu standa þétt að baki Vestfirðingum. Sóknarhugur er í sveitarstjórnum á Fjórðungssambandsþingi Vestfjarða og fjölþætt verkefni á dagskrá til að efla uppbyggingu innviða Vestfjarða. Vestfirðir eru í uppbyggingu í fiskeldi, vegamálum, ljósleiðara og raforkumálum og stjórnkerfið og stjórnvöld eiga og munu standa þétt að baki Vestfirðingum í því verkefni. Við látum ekki slá okkur út af laginu þó að á móti blási um stundarsakir.“