Heimsmarkaðsverð á eldislaxi fer nú hækkandi að nýju. Á markaðsvefnum fishpool.eu er verðið komið í 55,6 nkr. á kíló og hefur hækkað um 11,3% á síðustu dögum eða frá því það náði lágmarki á árinu um síðustu helgi í rétt tæpum 50 nkr. á kíló.
Framvirkir samningar gera ráð fyrir að verðið fari áfram hækkandi fram að áramótum. Mun það fara yfir 60 nkr. á kíló í næsta mánuði og ná 67,5 nkr. á kíló í desember.