Dagmar Elsa Jónasdóttir er líffræðingur og fóðrari hjá Löxum ehf á Reyðarfirði: „Það sem ég myndi segja við fólk sem er að skoða starf við fiskeldi er bara „go for it“! Það er svo margt sem maður lærir og þetta er bara einfaldlega stórskemmtilegt starf. Það eru miklir möguleikar í fiskeldi,bæði hvað varðar starf og nám á öllum sviðum.“ Ann Cecilie Ursin Hilling fiskeldisfræðingur vinnur að því að þróa nýja námsbraut í fiskeldi á framhaldsskólastigi og hefur látið framleiða kynningarmyndbönd fyrir námið sem hefst í haust. Hér má sjá myndband þar sem rætt er við Dagmar um starf hennar hjá Löxum fiskeldi.