Dr. Þorleifur Ágústsson starfar við rannsóknir á lífríki fjarða í Noregi. Í umræðu á Facebook veltir hann fyrir sér umræðuna um sjókvíeldi á Íslandi og hvernig norskar rannsóknir hafa verið mistúlkaðar og notaðar í áróðursskyni. „EN, Norskir firðir eru ekki fullir af mengun – þeir eru ekki líflausir. Norskir firðir eru barasta í ágætis standi. Það er mjög mikilvægt að umræðan sé rétt og byggi á staðreyndum. Það leikur enginn vafi á að laxalús er stór vandi – það hefur Gyrodactilus verið líka og rúmlega það. Það er súrnun hafs einnig. Allt eru þetta, og margir fleiri, þættir sem þarf að fylgjast með – rannsaka og gera allt sem hægt er til að halda innan þolanlegra marka. Það er nefninlega svo að allur iðnaður hefur mengun í för með sér,“ Segir Þorleifur
Facebookfærsla Þorleifs Ágústssonar
https://www.facebook.com/tolli/posts/10155905065996305
„Þegar maður vinnur við rannsóknir á lífríki fjarða í Noregi – þá finnst mér alltaf jafn merkilegt að fá fréttir um ástandið frá Íslandi! Oft á tíðum frá fólki sem ég bara hafði ekki hugmynd um að væru í líffræðibransanum… En svona er þetta samt! Ennfrekar þykir mér það merkilegt þegar niðurstöður rannsókna sem unnar eru í mínum rannsóknarhóp eru notaðar sem dæmi um mengaða firði Noregs. En Bubbi, um er að ræða H2O2 (vetnis peroxíð) – efni sem td. þú notar sem sótthreinsiefni. Þetta efni hefur verið í umræðunni sökum þess að vísindamaður í rannsóknarhópnum mínum var í viðtali við NRK og sem var síðan pikkað upp af ILaks og fleirum. Þetta eru gríðarlega mikilvægar niðurstöður og koma auðvitað ekki á óvart – þetta efni er jú ætlað til að drepa krabbadýrið laxalús – ásamt bakteríum etc. Hinsvegar er enn verið að skoða hvernig það í raun hegðar sér í umhverfinu – en það brotnar niður í hættulausar einingar mjög hratt – Það sem ráðherrann var að segja og banna var að nota það og losa nærri fiskeldi.
Í Noregi hefur notkun á laxalúsar lyfjum (eitrum) minnkað gríðarlega – og auðvitað er ætlunin að hætta því alveg. Eins þú sérð af öllum fréttum af þróun hálf-lokaðra sjókvía – allskyns mekanískum hreinsibúnaði osv.fr. EN, Norskir firðir eru ekki fullir af mengun – þeir eru ekki líflausir. Norskir firðir eru barasta í ágætis standi. Það er mjög mikilvægt að umræðan sé rétt og byggi á staðreyndum. Það leikur enginn vafi á að laxalús er stór vandi – það hefur Gyrodactilus verið líka og rúmlega það. Það er súrnun hafs einnig. Allt eru þetta, og margir fleiri, þættir sem þarf að fylgjast með – rannsaka og gera allt sem hægt er til að halda innan þolanlegra marka. Það er nefninlega svo að allur iðnaður hefur mengun í för með sér – hvort sem það er landbúnaður eða jafnvel tónlistariðnaðurinn …. sem framleiðir endalaust af plast diskum og plötum sem brotna niður og enda sem örplast í heilanum á ófæddum börnunum okkar…og löxunum sem við elskum Ef að á öllum þessum málum er tekið af skynsemi – reglur settar (skyljanlegar reglur) – þeim fylgt þá er það í mínum huga ekki spurning um að laxeldi, fiskeldi á fullan rétt á sér. Þrátt fyrir að ég hafi unnið að rannsóknum á laxi – áhrifum eldis á t.d. villta laxastofna og birt um það greinar í ritrýnd tímarit – þá segi ég og stend við það – laxeldi á rétt á sér. Við vitum vel að aldrei verður hægt að flytja allt laxeldi sem í dag er í sjó á land – af hreinum og beinum náttúrulegum orsökum – vantar land, vantar vatn etc etc. En, auðvitað er hægt að auka það – og það er verið að því víða – sem er gott. Ný tækni er að líta dagsins ljós – hálf-lokuð kerfi – en það er samt langt í land að þau séu 100%. Þau taka inn sjó af dýpi þar sem engin laxalús er – en þau hinsvegar koma ekki í veg fyrir t.d. AGD eða vetrarsár. RAS kerfi eru í hraðri þróun – þau eru lausn – en ennþá eru þau of dýr og því miður ekki orðin nægilega tæknilega traust.
En, stutt er í það. Þá opnast nýjir möguleikar. Þórði og Jónatan Thordarson er það til hróss að þeir leggja bæði peninga og vinnu í að vera í samstarfi við okkur hjá NORCE og RORUM ehf. að rannsaka lífríki fjarðanna fyrir austan – en markmiðið er að fá góða og örugga yfirsýn yfir ástandið og hvernig hægt sé að gera eldið eins sjálfbært og mögulegt er. Það er auðvitað lykillinn. Ekki að fara fram með oforsi og segja svo alltaf Noregur þetta og Noregur hitt…. Fiskeldi er gríðarlega mikilvægur þáttur í að byggja land – og það verður að stunda. Í sátt við menn og umhverfi. Í það minnsta umhverfið. Ef laxveiðimönnum væri virkileg alvara í að „vernda“ laxinn…þá kæmu þeir með eftirfarandi tilboð: VIÐ MUNUM HÆTTA ÖLLUM VEIÐUM Á VILLTUM ÍSLENSKKUM LAXI. VIÐ MUNUM LÁTA ÍSLENSKAR ÁR VERÐA GRIÐLAND VILLTA LAXINS. Þá fyrst þyrftu eldismenn að hugsa sinn gang og hætta öllu eldi í sjó! Góðar kveðjur frá Norskum, hreinum og fallegum firði.“