Norska sjávarafurðaráðið (Sjömatsrådet) hefur gert stóran samning við Hema Fresh stórmarkaðakeðjuna í Kína um sölu á norskum eldislaxi. Hema Fresh er í eigu netviðskipta- og tæknirisans Alibaba.
Fjallað er um málið á vefsíðu China Daily. Þar segir að laxinum verði flogið ísuðum frá Noregi til Kína innan 72 tíma frá slátrun. Þar verði honum pakkað í neytendaumbúðir til sölu í verslunum Hema Fresh.
Á vefsíðunni e24.no er haft eftir Viktoriu Braathen formanns ráðsins að erfitt sé að meta stærð samningsins í krónum og aurum. Hinsvegar sé ljóst að miklir möguleikar eru til staðar að selja norskan eldislax í hæsta gæðaflokki í Kína. Kína er orðið eitt af helstu kaupendum á norskum eldislaxi á skömmum tíma. Fyrir liggur að neysla Kínverja á eldislaxi muni ná 240.000 tonnum árið 2025 gangi spár eftir.