Dagmar Elsa Jónasdóttir er líffræðingur að mennt en hún bjó á Akranesi áður en hún flutti austur. „Ég flutti til Austfjarða í lok janúar á þessu ári og byrjaði hjá Löxum fiskeldi í lok mars. Kærastinn minn er héðan og vildi breyta til en fjölskyldan hans býr hér á Reyðarfirði og eru Austfirðingar. Ég er fædd og uppalin á Akranesi. Mér finnst ekki eins og þetta sé eitthvað afskekkt og við njótum okkar bara vel hérna í rólegheitunum og fílum okkur vel hér,“ segir Dagmar.
Bjóst ekki við að fá starfið
„Ég bjóst ekki við að fá starf hér þar sem menntun mín myndi nýtast en svo sjá ég auglýsingu frá Löxum og ákvað að sækja um. Ég var ráðin sem fóðrari. Helmingurinn af starfinu er við fóðrun og svo geng ég í öll störf og þetta er bara mjög fjölbreytt og skemmtileg vinna. Mér finnst gott
að vinna úti og enginn dagur er eins þannig að þetta höfðar vel til mín,“ segir Dagmar sem átti ekki von á því hversu tæknilegt fiskeldið væri áður en hún hóf störf hjá Löxum.
Fjölbreytt og skemmtileg vinnna
„Við erum með góðan búnað þannig að þetta er ekki líkamlega erfið vinna en álagið getur verið töluvert á ákveðnum tímum,“ segir Dagmar sem vissi lítið út í hvað hún væri að fara þegar hún sótti um starfið. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég þyrfti að fara á bát lengst út í fjörð þar sem starfið á sér stað
á kvíunum og á fóðurprammanum. Verkefnin eru fjölbreytt og ég er um það bil hálfan dag að stýra fóðrun
úr prammanum og svo er ég úti á kvíum í allskonar verkefnum,“ segir Dagmar og tekur fram að hún sé mikill náttúruverndarsinni og hafi í fyrstu ekkert verið sérstaklega hrifin af fiskeldi.
Var ekki fylgjandi fiskeldi
„Áður en ég byrjaði hér var ég
ekki fylgjandi fiskeldi. Eftir að hafa kynnst þessu og fylgst með hvernig að þessu er staðið hér hjá Löxum fiskeldi, hversu vel er fylgst með
Dagmar Elsa Jónasdóttir er líffræðingur og hóf störf hjá Löxum fiskeldi í lok mars.
umhverfisþættinum og öryggi búnaðar. þá hefur afstaða mín breyst mjög mikið. Þegar ég hóf störf var mér strax kynnt stefna Laxa fiskeldis í þremur liðum:
1. öryggi starfsmanna. 2. öryggi fisksins. 3. alltaf með umhverfismálin í forgrunni.
Þetta eru ekki orðin tóm heldur skýr stefna sem við störfum eftir. Ég dáist að því hve þróuð öll tæknin er í kringum þetta. Myndavélarnar í kvíunum gera það að verkum að við fylgjumst mjög vel með fisknum og búnaðinum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu tæknilegt þetta er allt saman áður en ég byrjaði hér. Sá fyrir mér að þegar mér væri sagt að ég ætti að fóðra þá væri fóðrinu kastað út í kví en þessu er öllu stjórnað í gegnum tölvur og hátæknbúnað sem er notaður til að stýra fóðruninni. Vinnan sem slík er ekki líkamlega erfið þar sem við erum með tæki til flestra verka,“ segir Dagmar sem finnst skemmtilegt í vinnunni sem hún segir að henti öllum, bæði konum og körlum.