Ein fullkomnasta eldisstöð í heimi opnuð í Tálknafirði

Í dag verður formleg opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Tálknafirði sem tekin var í fulla notkun fyrr í þessum mánuði. Byggingingarnar eru rúmlega 10.000 fermetrar og þær stærstu á Vestfjörðum. Stöðin er ein fullkomnasta vatnsendurnýtingar landeldisstöð í heimi og er staðsett fyrir botni Tálknafjarðar þar sem eru náttúrlegar uppsprettur af heitu vatni sem nýtist í rekstri seiðaeldisins.

“Landeldi er mikilvægt og mun aukast í framtíðinni en landrými til fæðuframleiðslu er takmarkað en bláu akranir vannýttir sem í dag þekja 70% jarðar er gefa innan við 5% fæðu. Skynsamlegt er að samnýta það einstaka umhverfi sem við höfum með gott vatn, jarðvarma og græna orku til landeldis og samtvinna við sjóeldið,” segir á Facebooksíður Sigurðar Péturssonar hjá Arctic Fish sem fagnar formlega opnun stöðvarinnar í dag með opnu húsi þar sem starfsfólk tekur á móti gestum.  Sigurður segir mikilvægt að nýta firðina til sjókvíeldis og óraunhæft sé að byggja laxeldið eingöngu á landi. Hann segir að  tvöfalda þyrfti rafmagnsframleiðslu á Vestfjörðum til þess að fullnægja 10 þúsund tonna landeldi á laxi.