Kolefnisspor laxeldis í sjó lægra en í allri annarri ræktun dýrapróteina

Vissir þú að ræktun laxfiska í hafi er með lægsta kolefnisspor allra dýrapróteina sem ræktað er í heiminum? Sjókvíeldi er umhverfisvænasta ræktun á próteini til manneldis og laxinn er ein næringaríkasta fæða sem völ er ár.

Lax sem ræktaður er í sjókvíum er mun næringaríkari en villtur lax og eftirspurn eykst ár frá ári. Í nýlegri frétt Boston Globe var sagt að laxinn væri nýji þorskurinn byggt á ört vaxandi markaðshlutdeild laxins.

Útflutningsverðmæti fiskeldis á Íslandi árið 2019 verða um 24 milljarðar sem eru rúmlega helmingi hærri tekjur en greinin skapaði árið 2018.

Útflutningstekjur umhverfisvænna afurða sem svo sannarlega hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið og ekki síst lífsgæði íbúa í áður brotthættum byggðum sem nú blómstra.