Gríðarleg tækifæri opnast fyrir íslenska laxinn með einstökum samningi við Kína

Ísland er eina Evrópuríkið með fríverslunarsamning við Kína. Nýr samningu felur í sér einstök útflutningstækifæri fyrir íslenska Atlandhafslaxinn á einu mikilvægasta markaðssvæði heims.

Íslenski laxinn hefur svo sannarlega slegið í gegn á alþjóðamörkuðum.

Kína getur orðið stærsti markaður íslenska Atlandhafslaxins eftir að ríkin undirrituðu fríverslunarsamning sem leyfir útflutning á eldislaxi frá Íslandi til Kína.  Þetta kemur m.a. fram í grein sem birtist nýlega á fréttavefnum IntraFish. „Mikil eftirspurn er eftir laxafurðum í Kína,“ segir Jens Helgason forstjóri Laxa fiskeldis. „Það eru þar af leiðandi gríðarleg tækifæri fólgin í fríverslunarsamningi við Kína sem gæti orðið einn okkar lykil markaða fyrir íslenskan lax.“

Samningurinn við Kína var undirritaður í síðasta mánuði af fulltrúum ríkisstjórna Íslands og Kína.  Samningurinn sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra undirritaði felur í sér þrjár viðbætur á núverandi fríverslunarsamningi og fljótlega getur útflutningur hafist á íslenskum laxi til Kína.

„Við erum að vinna í að gera samninga við kínverska kaupendur sem munu koma afurðum okkar á markað,“ segir Gudmundur Gíslason forstjóri Ice Fish í samtali við IntraFish.  Samningurinn tekur gildi eftir um tvær vikur og þegar hefur verið gerð úttekt á heilbrigðisstöðlum íslenskra fiskeldisafurðir, fiskimjöli, fiskolíu og íslenska laxinum. Framleiðendur sjá fram á veruleg viðskipti enda kínverski markaðurinn gríðarlega stór og laxinn vinsæll í Kína.  Vonir standa til að íslenski laxinn verði kominn á markað í Kína í lok árs þó gera má ráð fyrir ýmsum áskorunum á þeirri vegferð.

„Við hjá Arnarlaxi búum okkur undir ýmsar skipulagslegar áskoranir í upphafi áfangans að kynna vöruna og markaðssetja. Horfurnar eru góðar sérstaklega fyrir stærri laxinn,“segir Kjartan Ólafsson Arnarlax í viðtali við IntraFish. FTA samningurinn tók upphaflega gildi fyrir fimm árum og varð Ísland fyrsta Evrópuríkið til að ljúka slíkum viðskiptasamningi við Kína. Fríverslunarsamningurinn er fyrst og fremst tengdur sjávarútvegi.  Íslendingar kaupa skip sem smíðuð eru í Kína og íslenskur sjávarafurðir eru seldar á kínverskum markaði. Í upphafi var samningurinn skilgreindur þannig að „nýjar“ tegundir eins og eldislax þarf að semja sérstaklega um sem nú hefur verið gert.

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, var í samninganefndinni.  Hann segir að kínverski markaðurinn í mikilli sókn og hefur verið ört vaxandi markaður fyrir íslenskar sjávarafurða síðastliðin ár.

„Auðvitað er laxeldið enn ungur iðnaður á Íslandi, þannig að aðgangur að kínverska markaðnum er gríðarlega mikilvægur,“ segir Jens Helgason, forstjóri Laxa. Hingað til hefur Evrópa og Bandaríkin verið stærstu markaðir fyrir íslenska Atlandshafslaxin.  Framleiðsla á íslenskum Atlantshafslaxi hefur gengið mjög vel og mun nú tvöfaldast frá fyrra ári. Áætlað er að framleiðslan árið 2019 verði rúmlega 20.000 tonn, samkvæmt tölum frá MAST. „Miðað við núverandi burðarþolsmat er mögulegt að framleiða hér 144.000 tonn í framtíðinni,“ segir Jens Helgason hjá Löxum.

Aðeins fjögur fyrirtæki rækta lax í sjókvíum á á Íslandi. „Jafnvel þó framleiðsla á Íslandi vaxi töluvert á næstu árum, mun það ekki ekki breyta landslaginu á alþjóðamörkuðum í náinni framtíð,“ segir Sjur Malm fjármálastjóri norska sjávarútvegsrisans Leroy.