Kókaín í ferskvatnsrækjum

BBC greinir frá því að vísindamenn á Englandi finna í auknu mæli eiturefni og lyf fjölbreyttu dýralífi í ám og vötnum. Meðal annars hefur greinst kókaín í ferskavatnsrækju, ecstasy, amfetamín og eiturlyfið „crystal meth“ sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Breaking Bad. Mikilvægt er að fylgjast með ám og vötnum gera rannsóknir á villtum fiskum sem kunna að hafa orðið fyrir ýmiskonar eitrunum af mannavöldum í sínu náttúrulega umhverfi.

Umhverfisrannsóknir hafa færst í vöxt á síðust árum og sérstaklega þær sem snúa að því að bregðast við þeirri alvarlegu þróun sem blasir við í loftslagsmálum öllu því plasti sem endar í sjónum osfrv.

Ljóst er að mikilvægt er að rannsaka enn betur ósýnilega efnamengun sem vísbendingar eru um í ám og vötnum og geta haft áhrif á heilsu dýra og manna.  Enskar vísindastofnanir hyggjast efla rannsóknir á dýralífi í ám og vötnum þar sem vísbendingar eru um að geti verið að finna umhverfislega skaðvænleg efni sem eru hættuleg heilsu bæði dýra og manna.

https://www.bbc.co.uk/news/uk-england-suffolk-48117678?fbclid=IwAR2FRscngkQ7kmC6FDDZ1j5VkpGHvsrv8vyOCmfHxoxE7AOKPT4XGSKiv8s

Frétt á vefmiðli Daily Mail.

https://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-6977239/Shrimps-British-waterways-contain-COCAINE-ketamine-pesticides-pharmaceutical-drugs.html?ito=social-facebook&fbclid=IwAR1KANefVHkoJcNJGWmm3Gtl_XSKWbSLJutuFIXRW_1KBx3XEK2_AvpOvRs