Í morgun var tilkynnt að SalMar hefði gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax og eykur þar með eignarhlut sinn í 54,23%.
Í kjölfar viðskiptanna mun SalMar bjóða öðrum hluthöfum 55,50 NOK krónur á hlut í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið en heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa er samkvæmt því 676 milljónir NOK. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu en heildarvirði Arnarlax samkvæmt þesssum viðskiptum eru 20 milljarðar ISK en félagið er með höfuðstöðvar á Bíldudal.