Eng­inn lax slapp úr sjókví Arn­ar­lax

„Það er búið að vitja allra net­anna og það hef­ur eng­inn fisk­ur fund­ist. Það eru góðar frétt­ir,“ seg­ir Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formaður Arn­ar­lax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyr­ir­tæk­is­ins við Hrings­dal í Arnar­f­irði. Fiski­stofa stýrði aðgerðum í gær.

Gat kom á nótar­poka einn­ar sjókví­ar og upp­götvaðist við skoðun kafara. Gert var við gatið á þriðju­dag. Gatið var 15 cm á breidd og 50 cm á hæð og því þótti ekki óhugs­andi að fisk­ur hefði kom­ist úr kvínni. Í henni voru um 157 þúsund lax­ar að meðalþyngd 1,3 kg

„Við sjá­um ekki frá­vik í fóðri á líf­massa og höf­um hvorki séð breytt at­ferli né líf utan kví­anna,“ seg­ir Kjart­an. „Við fyrstu sýn hafa þetta verið góðar frétt­ir.“