Fisk­eld­is­fyr­ir­tæki ganga inn í SFS

Fisk­eld­is­fyr­ir­tæki sem til­heyra Lands­sam­bandi fisk­eld­is­stöðva hafa ákveðið að ganga sam­eig­in­lega til liðs við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Ákvörðun þessi var samþykkt á auka aðal­fundi sam­bands­ins 14. des­em­ber en jafn­framt var ákveðið að leggja niður dag­lega starf­semi sam­bands­ins. Mun henni fram­veg­is verða sinnt af SFS, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Seg­ir þar að fisk­eldi hér á landi hafi auk­ist á und­an­förn­um árum og að verk­efni Lands­sam­bands­ins hafi þar með orðið fleiri og fjölþætt­ari. Það sé mat stjórn­ar Lands­sam­bands­ins að þeim verk­efn­um verði bet­ur sinnt inn­an vé­banda Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Rök­rétt skref í þróun sam­tak­anna

„Það hef­ur verið mik­il upp­bygg­ing í fisk­eldi á und­an­förn­um árum og verk­efn­in sem þarf að leysa úr eru orðin um­fangs­meiri og kannski að sumu leyti flókn­ari en áður. Ég tel þetta því rök­rétt skref í þróun sam­tak­anna og fisk­eld­is á Íslandi, að verða hluti af sam­tök­um sem byggj­ast á göml­um grunni,“ er haft eft­ir Ein­ari K. Guðfinns­syni, for­manni stjórn­ar Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva.

„Lax­eldi hef­ur alla burði til þess að verða und­ir­stöðuat­vinnu­grein á Íslandi á sama hátt og sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur verið um langt skeið og  verða þar með enn ein stoðin und­ir efna­hags­legri hag­sæld Íslend­inga. Að því mun­um við vinna.“

Muni styrkja SFS og starf Lands­sam­bands­ins

Jens Garðar Helga­son, stjórn­ar­formaður SFS, seg­ist fagna komu fisk­eld­is í sam­tök­in. Nokk­ur fyr­ir­tæki í fisk­eldi hafi um all­langt skeið verið fé­lags­menn í SFS og styrk­ur sé að því að fjölga þeim.

„Ég hlakka til sam­starfs­ins og hlýt að fagna komu þeirra. Það mun bæði styrkja SFS og ekki síður það góða starf sem unnið hef­ur verið á veg­um Lands­sam­bands­ins á und­an­förn­um árum. Næstu vik­ur og mánuðir fara í að samþætta starf­sem­ina und­ir hatti SFS og ég von­ast til þess að þeirri vinnu verði lokið fyr­ir sum­arið.“

Greint er frá því að ákveðið hafi verið að Ein­ar K. Guðfinns­son verði hluti af teymi SFS og sinni þar verk­efn­um er snúa að fisk­eld­is­mál­um.