Þorsteinn Másson hjá Arnarlaxi tók saman eftirfarandi hugleiðingu um þau tækifæri sem felast í sjókvíeldi á Íslandi.
Ef við skoðum stöðuna eins og hún er í dag sjáum við að þó svo íslenskt laxeldi sé rétt að fara af stað er það strax farið að skila umtalsverðum tekjum inn í þjóðarbúið. Árið 2017 var framleiðslan um 10.000 tonn sem skilaði rúmlega 8 milljörðum í útflutningstekjur.
Búið er ráðast í miklar fjárfestingar bæði fyrir austan og vestan vegna fyrirhugaðra uppbyggingar og öll stóru laxeldisfélögin komin af stað með framleiðslu. Laxeldi er tímafrekur bransi en það tekur ca 3 ár frá því að hrogn eru tekin í seiðastöð þangað til laxinn er tilbúin til afheftingar.
Það er margt sem getur komið upp á eins og fyrirtækin hafa fengið að reyna en það má alltaf búast við ákveðnum vaxtaverkjum í byrjun en aðstæður til laxeldis í sjókvíum eru mjög góðar og horfurnar eru góðar.
Ef við gefum okkur að framleiðslan verði komin í 70 þúsund tonn árið 2022 sem er það sem Hafrannsóknarstofnun segir að sé óhætt samkvæmt áhættumati breytist myndin allt verulega.
Miðað við það er laxinn orðin ein mikilvægasta útflutningsgrein okkar þegar litið er til sjávarútvegs og miðað við verðin í dag gæti þessi framleiðsla skilað okkur skilað ca 50 milljörðum á ári.
Og ef hægt væri að koma til móts við áhættumat Hafrannsóknarstofnunar með mótvægisaðgerðum væri hægt að framleiða hér yfir 100 þúsund tonn á árið.
Hvar stöndum við í samanburði við aðrar laxeldisþjóðir?
Eins og sést á glærunni erum við samt afskaplega lítill fiskur í stórri tjörn. Við erum að framleiða rétt um 10.000 tonn sem er bara brot af þeim 2.3 milljónum tonna sem framleidd eru í heiminum af laxi
og jafnvel þegar við erum komin í 70-100 þúsund tonna framleiðslu hér á Íslandi verðum við frekar smá í samanburði við stærstu framleiðsluþjóðir. Því þessar þjóðir, Noregur, Skotland og Færeyjar stefna líka allar á vöxt og aukna framleiðslu.
Skotar stefna á að tvöfalda sína framleiðslu á komandi árum, Norðmenn ætla í 3-4 milljónir tonna fyrir árið 2050 og Færeyingar stefna á framleiðsluaukningu á næstu árum.
Þannig að við Íslendingar munum alltaf vera að keppa við stóra framleiðendur sem hafa góðan aðgang að mörkuðum og geta komið laxinum á markað með minni tilkostnaði. Og hvað gera laxabændur þá?
Tækifærin okkar
Þá komum við að spurningunni „Hvernig ætlum við að staðsetja okkur á markaði“
Við vitum að við getum varla keppt á stærðar-hagkvæmis-grundvelli en þess má geta að stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, Marine Harvest framleiðir 380 þúsund tonn á ári, eitt fyrirtæki sem framleiðir það er margfalt það magn sem heimilt er að framleiða á öllu Íslandi.
Við vitum að hér eru greidd góð laun, flutningur til og frá landinu er kostnaðarsamur og hér þarf að fylgja ströngum reglum þannig að við munum eiga erfitt með að keppa á lágmarksverðum.
Þá verðum við sannfæra okkar viðskiptavini um að það sé þess virði að borga sanngjarn verð fyrir laxinn okkar en á hvaða forsendum?
Ætlum við að sannfæra viðskiptavini um að Arnarlax sé með bestu gæðin? Ætlum við að segja að Austfirskur lax sé sá besti eða að vestfirskur lax sé framleiddur á umhverfisvænan hátt?
Eða getur verið að tækifærin okkar liggi í íslenskum upprunna með stuðningi aljóðlegra vottana. Ég mundi veðja á að eitthvað svoleiðis væri sennilega heppilegasta leiðin.
Það er að segja unnið verði að því að íslenskur lax verði markaðsettur þannig að kaupendur séu tilbúnir að greiða hærra verð.
Og þar geta laxa-bændur sótt í reynslu og þekkingu sem hefur orðið til í Íslandsstofu og í sjávarútvegsgeiranum sem opnar á tækifæri til að taka höndum saman, laxin og hvítfiskurinn og halda á að byggja á hreinleika, gæðum og gegnsæi.
Hvað getur laxinn gert fyrir þorskinn?
Nú gæti einhver spurt. Hvað græðir hefðbundin sjávarútvegur á því að vinna með laxeldisfyrirtækjum. Til að svara því er hægt að líta til Noregs.
Norskur laxeldisiðnaður hefur unnið þrekvirki þegar kemur að opnun markaða og kynningu á laxi. Sem dæmi má nefna að árið 1985 þekkist varla eldislax í Japan og var nánast óþekktur í sushigerð.
En Norðmenn ákváðu að kynna lax og annað norskt sjávarfang í Japan, mættu á svæðið með meistarakokka, gæða hráefni og til að gera langa sögu stutta er lax eitt algengasta hráefni í sushi (fyrir utan hrísgrjón)
En það var ekki bara Japan sem féll fyrir laxinum en þessi vinna skilaði sér í aukini sölu og vitund í löndunum í kring.
Eitt af því sem gerði þessa sigurför mögulega var að norðmenn og fleiri laxaframleiðendur voru sniðug og flink þegar kom að vöruþróun.
Og ef við hugsum aðeins um það þá eru til dæmis Öll betri morgunverðahlaðborð eru með reyktan lax á boðstólnum, Grafin lax er vinsæll forréttur um víða veröld og hægt er að fá laxasteik, laxaborgara, sushi, sashimi og aðra laxarétti í aðalrétt um allan heim.
Þessi vinna Norðmanna hefur skilað sér í því að lax er einn þekktasti og eftirsóttasti fiskur í heimi.
Ég má til með að segja ykkur frá því að kollegar mínir voru í Kína fyrir stuttu að kynna Íslenskan lax og það sem kom þeim að óvart var að þekktu nánast allir lax. En það voru margir sem höfðu aldrei heyrt um þorsk.
Þannig að við íslendingar getum nýtt vitund og eftirspurn eftir laxinum til að koma okkar frábæra hvítfisk, sérstaklega þorskinum inn á nýja og jafnvel betur borgandi markaði. Við gætum styrkt stöðu okkar með því að bjóða viðskiptavinum upp á Ísland sem one-stop-shop. Þá er ég að meina að kaupendur gætu fengið hvítan og bleikan fisk, lax og þorsk hjá sama birgja, með þar sem okkar viðskiptavinir geta keypt hvítan og bleikan fisk af sama aðilanum með sama uppruna og á sömu forsendum. Og þær forsendur gætu verið hreinleiki, gæði og gegnsæi. Eitthvað sem við vitum að eru okkar styrkleikar.
Hvað þarf til svo að þetta verði að veruleika?
Ef við horfum aftur til Noregs þá sjáum við að á síðustu árum hafa stóru laxeldisfyrirtækin verið að kaupa hvítfiskframleiðendur og nýta laxa-leiðina til að koma hvítfiskinum áfram.
Eins og áður hefur komin fram hafa laxa-fyrirtækin verið dugleg í vöruþróun og komið afurðum sínum nær neytandanum og stækkað neytendahópinn. Hugsanlega er verið að horfa til þess sama með hvítfiskinn.
Nú er ég ekki að segja að laxeldisfyrirtækin eigi að kaupa sjávarútvegsfyrirtæki eða öfugt heldur frekar að við tökum höndum saman, eldisfyrirtækin og hvefbundin sjávarútveur í að auka virði íslensk sjávarfangs á grunvelli uppruna.
En fyrst þurfum við laxa-bændur að koma okkur saman um að kynna laxinn okkar sem íslenskan lax.
Svo þurfum við að taka höndum saman með útgerðinni og stjórnvöldum og kynna fiskinn okkar, hvíta og bleika sem íslenska hágæða sjávarafurð.
En það þarf líka að styrkja regluverk í kringum íslenskt laxeldi, skapa samkeppnishæft rekstarumhverfi og Stjórnvöld þurfa þannig að koma fram með skýra framtíðarsýn og stuðning þegar kemur að uppbyggingu á fiskeldi.
En styrkleikar okkar liggja líka í öflugum tæknifyrirtækjum, Marel, Skagin 3X og fleiri fyrirtækjum sem byggst hafa upp í kringum sjávarútveginn og nýtast laxeldisbransanum. Þeir liggja í skapandi fólki, nýsköpun og þekkingu sem hefur skilað okkur miklum gæðum og snjöllum lausum.
Og þegar allt þetta er tekið saman liggur ljóst fyrir að okkar helsti styrkleiki felst í því að við Íslendingar eigum góða sögu að segja þegar kemur að sjálfbærri og skynsamlegri nýtingu auðlinda okkar.