Umhverfisvernd og hagsmunabarátta

Íslenskur lax ræktaður á sunnanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum hefur víða vakið athygli vegna einstakra gæða. Hér á landi eru víða góðar aðstæður til sjókvíeldis. Laxinn okkar er lengur að ná slátursstærð en víða tíðkast sem eykur bragðgæði, hollustu og þar með sérstöðu íslenska laxins.

Íslenskum laxabændum hefur tekist að skapa hundruði starfa við takmarkaðar aðstæður á fáeinum árum þar sem 80% af strandlínu landsins hefur verið lokað fyrir laxeldi.  Uppbyggingin hefur átt sér stað á afskekktum landssvæðum þar sem byggðin var við það að leggjast í eyði.  Íslendingar hafa mikla þekkingu þegar kemur að fiskivinnslu og sú þekking nýtist í laxeldinu hér á landi eins og hjá norðmönnum og færeyingum þar sem laxeldi er nú orðin ein af burðarstoðum útflutingstekna nágranna okkar.

Á sama tíma og við byggjum upp atvinnuskapandi verðmæti á mikilvægum strandsvæðum hafa erlendir auðkýfingar verið að kaupa hér landssvæði.  Jim Ratcliffe er rík­­­asti maður Bret­lands árið 2018 ­sam­­kvæmt úttekt The Sunday Times. Eignir hans eru metnar á tæpa þrjú þús­und millj­­arða króna. Ratcliffe hefur verið umsvifa­­mik­ill á Íslandi en hann keypti til að mynda stóran eign­­ar­hlut í Gríms­­stöðum á fjöllum í lok árs 2016 auk þess sem hann hefur keypt upp jarðir í Vopna­­firði í grennd við gjöf­ular lax­ár, meðal ann­­ars Selá og Hofs­á. Þegar Ratcliffe keypti Gríms­­staði á sínum tíma sendi hann frá sér yfir­­lýs­ingu sem í stóð að á Gríms­­­stöðum væri vatna­­­svið mik­il­vægra lax­veiðiáa á Norð­aust­­­ur­landi og að kaupin á land­inu væru þáttur í að vernda villta laxa­­­stofna við Atl­ants­haf.

Annar stór jarða­kaup­andi í Vopna­firði hefur verið fjár­festir­inn Jóhannes Krist­ins­son. Jóhannes átti einka­hluta­fé­lagið Græna­þing sem átti rúm­lega helm­ing­inn, 52,67 pró­sent, í veiði­fé­lag­inu Streng. Jóhannes hefur nú selt allt hluta­féð til Rat­clif­fes. Ratcliffe átti fyrir 34 pró­sent í veiði­fé­lag­inu Streng í gegnum félagið Fálka­þing. Hagn­aður Strengs í fyrra nam einni milljón króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Þar kemur einnig fram að eignir félags­ins séu um 955 millj­ónir króna og eigið fé um 400 millj­ón­ir.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið kemur fram að ekki hafi náð­st í Jóhannes Krist­ins­son við vinnslu frétt­ar­innar og því er ekki vitað nákvæm­lega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratclif­fes. Ekki er heldur vitað hver verð­mið­inn á Græna­þingi ehf. var í þess­ari sölu.

Rat­clif­fes og aðrir veiðileyfishafar hér á landi hafa varið umtalsverðum fjármunum í áróður gegn íslenskum laxabændum og um leið þeim sem nú þegar hafa lífsviðurværi sitt af sjókvíeldi.  Samtökin „Icelandic wild life fund“ voru stofnuð fyrir rúmu ári í þeim tilgangi að vera náttúruverndarsamtök sem þau eru ekki heldur einungis hagsmunasamtök veiðileyfishafa og barátta þeirra beinist einungis gegn sjókvíeldi. Jón Kaldal blaðamaður er talsmaður samtakanna.

Samtökin hafa einungis barist gegn uppbyggingu á sjókvíeld sem er einhver umhverfisvænasta ræktun á próteini í matvælaframleiðslu eins og ný rannsókn á kolefnisspori sjókvíeldis á Íslandi staðfestir: Kolefnisspor íslensks sjókvíeldis  Matvælastofnun Sameinuðuþjóðanna og Evrópusambandið hvetja þjóðir heimsins til virkja hafið sem akur framtíðarinnar þar sem eftirspurn eftir sjávarafurðum er stöðugt að aukast.  Það er sorglegt að áróður hagsmunaaðila sem hefur ekkert með náttúruvernd að gera sé beint gegn mikilvægri atvinnusköpun og lífsgæðum fjölskyldna og á landsbyggðinni.

Veitingastaðir sem hafna íslenskum laxi en bjóða upp á nautakjöt frá Ástralíu eða lax frá Chile er ekki hægt að skilgreina öðruvísi en umhverfishræsnara.  Íslenski laxinn er eftirsóttur vegna fyrsta flokks gæða í Evrópu, Ameríku og Japan.