„Svell­köld ras­istatuska í and­litið“

Grein af mbl.is

Guðmund­ur Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, seg­ir Óttar Yngva­son, lög­mann nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og veiðirétt­hafa, hafa farið með rang­færsl­ur í Kast­ljósi í kvöld. Í færslu á Face­book-síðu sinni seg­ir Guðmund­ur að bæj­ar­fé­lagið hafi fengið „ras­istatu­sku í and­litið“ með um­mæl­um Ótt­ars.

Í Kast­ljósi fyrr í kvöld var rætt við Óttar vegna ákvörðunar úr­sk­urðar­nefnd­ar um um­hverf­is- og auðlinda­mál um að ógilda bæði starfs- og rekstr­ar­leyfi Fjarðalax og Arn­ar­lax fyr­ir fisk­eldi í Pat­reks­firði og Tálknafirði. Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hyggst leggja fram á Alþingi frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um fisk­eldi sem ger­ir ráð fyr­ir að í þeim til­vik­um sem rekstr­ar­leyfi er fellt úr gildi geti ráðherra að feng­inni um­sögn Mat­væla­stofn­un­ar gefið út rekstr­ar­leyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða.

Í Kast­ljósi í kvöld full­yrti Óttar meðal ann­ars að um 10-15 störf væri að ræða hjá fyr­ir­tækj­un­um tveim­ur og sagði: „Og mest eru það Pól­verj­ar og út­lend­ing­ar.“ Þá full­yrti hann að þarna ættu þeir ein­ung­is bráðabirgðaheim­ili.

Guðmund­ur seg­ir Óttar fara með rangt mál varðandi starfs­manna­fjöld­ann, en að rang­færsl­ur lög­manns­ins hafi ekki verið at­huga­verðast við viðtalið, held­ur „þessi grímu­lausa andúð lög­manns­ins á fólki af er­lend­um upp­runa. Þetta eru semsagt ekki al­vöru störf og al­vöru fólk hérna fyr­ir vest­an, held­ur bara „ein­hverj­ir út­lend­ing­ar (aðallega Pól­verj­ar)“ sem geta bara farið eitt­hvað annað,“ seg­ir í færslu Guðmund­ar.

Hann er ekki sá eini sem hef­ur gert at­huga­semd við orð Ótt­ars. Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formaður Arn­ar­lax ehf., sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld að um­mæli hans um er­lent starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins og fjár­festa væru ótrú­leg og eins og úr grárri forneskju.

Guðmund­ur seg­ist ekki vera reiður vegna um­mæl­anna held­ur dap­ur. „Aðallega lög­manns­ins vegna, en líka vegna þess að hér stönd­um við, í okk­ar ljóm­andi fal­lega fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi fyr­ir vest­an, sem okk­ur hef­ur lánast að byggja upp og viðhalda af mynd­ar­brag. En fáum svo eina svona svell­kalda ras­istatu­sku í and­litið í ein­hverju karlakarpi um eitt­hvað allt annað mál og veiga­minna,“ seg­ir í færslu bæj­ar­stjór­ans, sem end­ar hana á orðunum: „Takk fyr­ir það, laxmaður.“