Í fram­haldi af kæru nokk­urra nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og veið­rétt­ar­hafa felldi Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála nýlega úr gildi leyfi fyr­ir­tækj­anna Fjarða­lax og Arctic Sea Farm til að fram­leiða 17.500 tonn af laxi á ári í Pat­reks­firði og Tálkna­firði. Úrskurð­ur­inn er sér­stakur í ljósi þess að leyfin rúm­ast vel innan þess ramma sem fisk­eldi eru sett á Íslandi og þeirrar bestu vit­neskju sem við höfum um umhvef­is­á­hrif fisk­eld­is. Burð­ar­þols­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar gerir ráð fyrir að hægt sé að ala allt að 50.000 tonn á Vest­fjörðum án þess að valda skað­legri meng­un. Eins gerir áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar ráð fyrir að ásætt­an­legt sé að ala sama magn á Vest­fjörðum án þess að villtum stofnum sé stefnt í hættu. Bæði burð­ar­þols­matið og áhættu­matið eru byggð á rann­sóknum og reynslu ann­arra þjóða af lax­eldi.

Fyrir úrskurð­inum um að fella leyfi fyr­ir­tækj­anna úr gildi eru færð ýmis laga­tækni­leg rök, en kjarn­inn máls­ins, og sá sem nið­ur­staða nefnd­ar­innar byggir aðal­lega á, er að í umhverf­is­mati hafi ekki verið reif­aðir aðrir val­kostir við fram­leiðsl­una. Nefndin nefnir ekki í nið­ur­stöðu sinni hverjir þessir val­kostir gætu ver­ið, en í kærunni eru nefndir val­kostir á borð við eldi á laxi í kerjum á landi, eldi í lok­uðum kvíum eða að not­aður verði þrí­litna geld­lax. Eng­inn þessa kosta er raun­hæfur og færi ég rök fyrir því hér að neð­an.

Heyrst hafa full­yrð­ingar um að Norð­menn séu að færa allt sitt lax­eldi upp á land. Þetta er alrangt, því minna en 0,1% af þeim 2,5 millj­ónum tonna sem árlega eru fram­leidd af laxi í heim­inum koma úr land­eldi og það mun ekki breyt­ast mikið í bráð. Vissu­lega eru uppi áform um bygg­ingu stórra land­eld­is­stöðva í Nor­egi, BNA og víð­ar, en reynslan af slíkri starf­semi gefur því miður ekki til­efni til bjart­sýni. Raunar hafa Íslend­ingar meiri reynslu af land­eldi á laxi en nokkur önnur þjóð. Fisk­eld­is­stöðin Silf­ur­stjarnan hefur í nærri 30 ár alið lax í mark­aðs­stærð, 1000-1500 tonn ári, og er eina fyr­ir­tækið í heim­inum sem hefur náð að skilað hagn­aði af land­eldi á laxi. Til að ala 17.500 tonn af laxi á ári í kerjum þarf hátt í 17.000 lítra á sek­úndu af sjó og umtals­verðan jarð­hita, sem ekki er fyrir hendi á Vest­fjörð­um. Þess vegna er land­eldi mögu­legt á háhita­svæðum í Öxar­firði og á Reykja­nesi, en ekki á Vest­fjörðum. Þessi val­kostur er því aug­ljós­lega óraun­hæf­ur.

AUGLÝSING

Til er útfærsla af land­eldi þar sem vatn er end­ur­nýtt með sér­stökum bún­aði og þar er mun minni vatns- og hita­þörf. Þetta hefur gefið góða raun t.d. í seiða­fram­leiðslu á laxi í Nor­egi og Fær­eyj­um, en til­raunir til að ala lax í mark­aðs­stærð við þessar aðstæð­ur, m.a. í Dan­mörku, hafa mis­heppn­ast hingað til; fyr­ir­tækin hafa annað hvort hætt starf­semi eða eru rekin með halla þrátt fyrir að verð á laxi hafi verið óvenju­hátt undan farin ár. Ýmis vanda­mál hafa komið upp við fram­leiðsl­una, sem orðið hafa til þess að ekki hefur tek­ist að standa við fram­leiðslu­á­ætl­an­ir. Það sem mestu mál skiptir er þó að stofn­kostn­aður og rekstr­ar­kostn­aður í land­eldi eru umtals­vert hærri en í kvía­eldi og þess vegna mun land­eldi alltaf standa höllum fæti í sam­keppni við kvía­eldi. Þessi tækni gæti gert land­eldi á laxi á Vest­fjörðum að raun­hæfum val­kosti í fram­tíð­inni, en svo er ekki sem stend­ur.

Fram­þróun í eld­is­tækni hefur verið hröð á und­an­förnum árum og hafa lax­eld­is­fyr­ir­tæki lagt mikið fé í að þróa nýjan og traust­ari búnað til eld­is. Verið er að prófa ýmsar útfærslur af lok­uðum eld­is­ein­ingum í sjó t.d. lok­aða kví­a­poka, fljót­andi ker, en einnig stórar opnar úthafs­kví­ar. Lík­legt er að þessi þró­un­ar­vinna muni skila nýjum val­kostum í fisk­eldi í fram­tíð­inni. Það eru hins vegar ein­hver ár í að þessar aðferðir verði raun­hæfur val­kostur í rekstri lax­eld­is.

Það sama á við um fram­leiðslu á geldum þrí­litna laxi. Unnið er að til­raunum með eldi á slíkum laxi í Nor­egi og á Íslandi þar sem Haf­rann­sóknas­stofnun og Háskól­inn á Hólum vinna að rann­sóknum á þessu sviði í sam­starfi við fisk­eld­is­fyr­ir­tæki. Reynslan af eldi þrí­litna laxa í Nor­egi hefur leitt í ljós ýmsa van­kanta sem enn á eftir að leysa. Fram­leiðsla á geld­laxi með öðrum aðferðum er enn á rann­sókn­ar­stigi og á engan hátt hægt að halda því fram að þetta sé orð­inn raun­hæfur kost­ur.

Að sjálf­sögðu hefur fisk­eldi, eins og öll önnur mat­væla­fram­leiðsla, umhverf­is­á­hrif, en þeim má halda innan ásætt­an­legra marka með ströngum reglum og eft­ir­liti. Hvoru tveggja er þegar er til staðar hér á landi. Sam­kvæmt bestu upp­lýs­ingum sem við höf­um, á það ekki að stefna umhverfi eða villtum laxa­stofnum í hættu þó fram­leiðsla auk­ist í sam­ræmi við fyrr­greind útgefin starfs­leyfi. Ég kem ekki auga á raun­hæfan val­kost fyrir eldi á laxi á Vest­fjörðum annan en að ala fisk­inn í kví­um.

Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála leggur ofurá­herslu á að skoð­aðir verði aðrir val­kostir í umhvef­is­mati eða eins og segir í úrskurð­in­um: „…er afar ólík­legt að ekki finn­ist a.m.k. einn annar val­kostur sem hægt er að leggja fram til mats…“. Hvað ef ekki er fyrir hendi nema einn raun­hæfur val­kostur eins og bent hefur verið á hér að ofan? Er það raun­veru­lega krafa nefnd­ar­innar að í hverju umhverf­is­mati sé búinn til (fræði­leg­ur) val­kost­ur, a.m.k. einn strá­mað­ur, sem síðan er hægt að fella og þá liggi hin rétta nið­ur­staða fyr­ir?

Höf­undur er pró­fessor við fisk­eld­is- og fiska­líf­fræði­deild Háskól­ans á Hól­u­m.