Norðmenn hafa stóraukið sölu á eldislaxi til Póllands í ár miðað við árið í fyrra. Þannig jókst salan um tæp 12% milli ára á fyrstu sjö mánuðum ársins og nam yfir 70.000 tonnum í ár. Í ágúst nam aukningin 19% miðað við sama mánuð í fyrra.
Um tveir þriðju af laxinum sem seldur er til Póllands er endurunnin þar og síðan seldur til annarra landa, einkum Þýskalands.