Ann Cecilie Ursin Hilling er 32 ára fiskeldisfræðingur frá bænum Lofoten í norðvesturhluta Noregs. Lofóten samanstendur af eyjarklösum en á svæðinu eru sex sveitarfélög þar sem íbúar eru um 24.000 talsins. Fyrir einu og hálfu ári ákváðu hún og eiginmaðurinn að flytja með fjölskylduna til Patreksfjarðar ásamt ungum dætrum sínum. „Ástæðan fyrir þvi að við fluttumst til Patreskfjarðar var sú að Gaute, eiginmaður minn fékk tilboð um að vinna fyrir Fjarðarál sem sameinaðist svo Arnarlaxi okkur fannst þetta spennandi ævintýri og um leið tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi á Íslandi. Gaute hefur umsjón með öllum rekstri á sjó fyrir Arnarlax og heldur utan um allt skipulag og rekstur sem tengist sjókvíunum sem eru um fjörtíu talsins. Hann er framkvæmdastjóri yfir þeim hluta starseminnar sem fer fram hér á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ann sem deilir ástríðu sinni fyrir fiskeldinu með eiginmanninum en sjálf er hún með meistaragráðu í fiskeldi og sérfræðingur í gæðastjórnun sjávarafurða.
Skipleggur nýja námsbraut í fiskeldi
Þau hjónin eiga tvær ungar dætur, þriggja ára og sú yngri ársgömul. Ann hefur átt góðan tíma í fæðingaorlofi á Patreksfirði en er jafnframt því með spennandi verkefni í farveginum og vinnur að skipulagi nýrra námsbrautar í fiskeldi í samstarfi við fiskeldisfyrirtækin, menntamálaráðaneytið og skólastofnanir.
„Þegar við fluttum til Patreksfjarðar áttum við von á yngri dóttur okkar, ég hafði nægan tíma í fæðingarorlofinu til að velta framtíðinni fyrir mér. Þá fæddist þessi hugmynd að skólaverkefni sem ég kynnti fyrir Vesturbyggð og Arnarlaxi sem ákváðu að fjármagna frekari þróun verkefnisins. Það var mikilvægt að fá þennan stuðning til að þróa verkefnið og er ég þeim gríðalega þakklát fyrir að hafa haft trú á mér og verkefninu og gera mér kleyft að koma þvi á laggirnar,“ segir Ann sem er að vonum ánægð með að hugmyndin hennar er nú að verða að veruleika.
Hún er heilluð af Vestfjörðum og finnur ekki fyrir einangrun þó bærinn sé lítill Patreksfjordur og samgöngur geti verið erfiðar yfir vetrarmánuðina. „Við höfum reynslu að þvi að búa í minni bæjarflögum í norður Noregi svo smæðin truflar mig ekki. Patreksfjörður er fallegur bær og okkur líkar vel að búa hér. Mér þykir heillandi hve mikið er af ungu fólki hérna í bænum og það er í raun svolítið magnað að um 25% íbúanna eru börn undir 16 ára aldir og 10% eru í leikskóla sem mér þykir frábært. Ég er oft verið spurð af þér hvort ég upplifi mig einangraða frá umheiminum hér en ég hef engar þannig tilfinningar. Finn mest fyrir fjarlægðinni þegar við förum í frí til Noregs en ferðin héðan tekur alveg tvo daga og það reynir aðeins á þolinmæði dætra okkar en þær eru að venjast því,“ segir Ann en fjölskyldan reynir að heimsækja vini og ættingja í Noregi þegar tækifæri gefst til.
Vaxandi þörf á starfsfólki
Hún vinnur nú hörðum höndum að því að þróa námsáætlun og námsefni í fiskeldisfræðum á framhaldsskólastigi. Námið er í raun hugsað með sambærilegum hætti og iðnnám. “ Þetta nám hentar þeim sem koma beint úr grunnskóla sem þýðir að þeir sem hafa áhuga hafa möguleika á að sækja þetta nám þurfa ekki að hafa lokið stúdentsprófs en það þarftu til að hefja nám á Hólum en fiskeldisnámið þar er á háskólastigi. Námið er þannig uppbyggt að nemendur fara í skóla í tvö ár og í framhaldi á tveggja ára starfssamning á launum hjá fiskeldisfyrirtæki. Eftir að hafa lokið bóklegunámi og starfsjálfun á samning útskrifast viðkomandi sem fiskeldistæknir. Flestar rannsóknir sýna að helsti orsakavaldur af óæskilegum óhöppum og atvikum í fiskeldi má rekja til mannlegra mistaka. Með meiri menntun og upplýsingarmiðlun er hægt að draga úr þessari áhættu og þvi ákvað ég að þróa þetta verkefni hér þar sem mikil uppbygging á sért stað í fiskeldinu og vaxandi þörf á starfsfólki með góða menntun á þessu sviði. Það er vel staðið að fræðslumálum innan fiskeldisfyrirtækjana sem leggja mikla áherslu á þjálfun starfsfólksins og eru reglulega með námskeið í þeim tilgangi,“ segir Ann sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði en fyrirmyndina sækir hún til Noregs þar sem sambærilegt nám hefur verið í boði í mörg ár.
Námið henntar öllum konum og körlum á öllum aldri
Námið er í þróunarsamstarfi milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Verkmenntaskóla Austurlands. Áætlunin er að nemendur geti tekið fyrsta árið í gegnum Fjarmenntaskólakerfið. Annað árið taka svo nemendur á Patreksfirði (FSN) og Neskaupstaðar (VA) til þess að þeir séu nærri starfseminni og hafi þannig greiðan aðgang að starfsnáminu sem fer fram hjá fiskeldisfyrirtækjunum. Nemendur munu í lok námsins hafa val um hvaða hluta fiskeldisferlisins þeir vilja einbeita sér að: sjávarstarfseminni, smolt eða seiðaræktun eða annarskonar sérhæfingu innan fiskeldisins. Námið henntar öllum konum og körlum á öllum aldri með ólíkan bakgrunn.
„Sem framtíðar fiskeldistæknir mun viðkomandi læra allar þær aðferðir sem er verið að nota til að þess að að rækta fisk og aðrar sjávarlífverur frá upphafi til enda. Námið er yfirgripsmikið og nemendur okkar munu öðlast fjölbreytta þekkingu um öll tæknileg atriði fiskeldisins, líffræðina, lífeðlisfræðina, veðurvísindi og margt fleira spennandi. Nokkuð fjölbreyt þekking er mikilvæg í fiskeldinu og nauðsynlegt að nemendur öðlist þekkingu á öllu ferli fiskeldisins. Þekki heilarmyndinni og hvernig allt í ferlinu frá upphafi hefur áhrif á hvert annað,“ segir Ann sem stefnir að því að taka á móti fyrstu nemendunum í haust sem þá hefja fyrsta árið í fjarnámi.
Samstarfsverkefni menntastofnanna
Unnið er að vinnslu kynningarefnis til að upplýsa almenning og framtíðarnemendur um þetta spennandi nám sem hægt verður að hefja strax í haust. Allir samstarfsaðilir námsins standa að útgáfu kynningarefnisins: Verkmenntaskóli Austurlands, Fræðslumistöð vestfjarða, Fisktækniskólinn, Háskólinn á Hólum með stuðningi Landssambands fiskeldistödva. Ann hefur fengið góðan stuðning frá skólum með sambærilegt nám í Noregi í því að þróa þessa nýju námsgrein hér á landi.
„Við erum að gefa út kynningarefni sem endurspeglar uppbyggingu námsins og gefur nemendum innsýn í hverju störf í fiskeldi felast en þau eru ótrúlega fjölbreytt og margt spennandi í boði innan greinarinnar. Sambærilegt nám í fiskeldi hefur verið í boði í Noregi í um tvo áratugi og er mjög vinsælt. Við erum í samstarfi við Meløy Videregående Skole avd í Noregi en fiskeldisnámið þeirra er vinsælt og vel uppbyggt. Maðurinn minn og bróðir stunduðu nám þar á sínum tíma. Í Noregi hefur þetta nám verið í samstarfi við fiskeldisfyrirtækin frá upphafi og taka fiseldisfyrirtækin vel á móti nemendum og bjóða þá velkomna til framtíðarstarfa að námi loknu. Það er frábært leið til að móta framtíðarstarfsmenn að getað boðið þeim vellaunað starf í starfsþjálfun í tvö ár og svo framtíðarstarf. Nemendinn fær alla þá þekkingu sem hann þarf á að halda og um leið er verið að auka framlag af faglegu vinnuafli sem þörf er á í dag. Við höfum gert samninga við öll helstu laxeldisfyrirtæki landsins; Arnalax, Artic Fish, Laxar og Ice Fish Farm. Þeir skuldbinda sig til að taka við nemendum í stafsnám á meðan á námi stendur. Við höfum einnig mikinn áhuga á samstarfi við önnur fiskeldisfyrirtæki almennt til að auka val nemanda til að getað fundið farveg fyrir sitt áhugasvið innan fiskeldisins.“
Ann er ánægð með góðar móttökur og undirbúningur hefur gengið hefur vel þannig að fyrstu nemendurnir munu geta hafið nám strax í haust. En það eru ekki bara íslendingar sem eru áhugasamir um fjölbreytt námsframboð í fiskeldisfræðum og Ann hefur komið á samstarfi við menntastofnanir í Færeyjum. „Við erum komin í samstarf við Færeyjar sem við erum afar stolt af. Við erum í samstarfi bæði við fyrirtæki þar og skóla og stefnum á að bjóða upp á sömu menntun í Færeyjum og vonumst til að geta skipt nemendum og vinnuafli á milli landanna þriggja til að skapa sem fjölbreyttustu tækifærin til framtíðar fyrir nemendur okkar. Ég verð mjög stolt daginn sem við munum útskrifa fyrsta nemendahópinn sem mun starfa við þennan efnilega og spennandi iðnað sem fiskeldi er í dag,“ segir Ann bjarsýn á framtíð fiskeldisins í blíðunni heima á Patreksfirði.